Munur á milli breytinga „John Petrucci“

m (Bot: Flyt 31 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q211976)
 
==Ævisaga==
John Petrucci varfæddist fæddurþann 12. Júlí, 1967 í Kings Park, [[New York]]. Hann byrjaði að spila á gítarinn þegar hann var 8 ára af því að eldri systir hans fékk að fara seinna að sofa svo hún gæti æft sig á píanóið. Hann ákvað hins vegar að hætta að spila á gítarinn þegar áætlun hans til að fara seinna að sofa gekk ekki upp. Hann átti hins vegar eftir að taka upp gítarinn aftur þegar hann var 12 ára en þá bauð æskuvinur hans, og seinna hljómborðsleikari [[Dream Theater]], Kevin Moore honum stöðu sem gítarleikari í ábreiðuhljómsveit.
 
John hlaut menntun í tónlist við BerkleeBerkley College of Music í [[Boston]], [[Massachusetts]] ásamt æskuvini sínum John Myung (bassi), þar hittu þeir Mike Portnoy (trommur) sem myndi seinna verða trommuleikari Dream Theater. Petrucci, Myung og Portnoy ásamt Kevin Moore stofnuðu hljómsveitina Majesty, sem myndi seinna verða að Dream Theater.
 
Þó Petrucci sé eflaust þekktastur fyrir vinnu sína með Dream Theater þá er hann einnig meðlimur í hljómsveitinni Liquid Tension Experiment og hefur hann einnig verið gestagítarleikari á plötum hjá öðrum listamönnum svo sem á plötunni Age of Impact með hljómsveitinni Explorers Club.
Petrucci hefur gefið út kennslumyndband fyrir gítar sem heitir "Rock Discipline" en þar fer hann yfir upphitunaræfingar, æfingar til þess að forðast meiðsli þegar maður spilar, alternate picking, sweep picking, hljóma og aðrar tæknir til að þróa gítarleik manns. Petrucci skrifaði einnig dálk fyrir tímaritið "Guitar World" og var síðan samansafn af þessum dálkum gefið af Guitar World og heitir það "Guitar World presents John Petrucci's Wild Stringdom".
 
Árið 2001 var Petrucci boðið að vera hluti af G3 tónleikaferðalaginu af [[Joe Satriani]] og Steve Vai, þetta kynnti hann fyrir stórum hópi nýrra aðdáenda sem hvöttu hann til þess að taka upp sólóplötu. Þessi plata heitir "Suspended Animation" og var hún gefin út 1. Mars, 2005 og var hægt að panta hana af heimasíðu hans. Petrucci var einnig boðið að vera hluti af G3 tónleikaferðalögunum sem voru 2005 og 2006, hann var einnig hluti af G3 tónleikaferðalaginu sem var 2007 en þá voru einnig Joe Satriani og Paul Gilbert, í stað [[Steve Vai]].
 
Petrucci skrifaði og hljóðritaði tvö instrumental lög fyrir Sega Saturn leik sem heitir "Digital Pinball: Necronomicon". Hvort lag er rúmlega tvær mínútur að lengd og heita þau einfaldlega "Prologue" (e. formáli) og "Epilogue" (e. eftirmáli).