„Ölgerðin Egill Skallagrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Olgerdin (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''[http://www.olgerdin.is/ Ölgerðin Egill Skallagrímsson]''' er íslenskur drykkjaframleiðandi, elsta starfandi bruggverksmiðja landsins og heildsala með mat og drykk. Fyrirtækið var stofnað 17. apríl 1913 af Tómasi Tómassyni sem hóf framleiðslu á maltöli. Í fyrstu fór starfsemi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar fram í tveimur herbergjum í kjallara Þórshamarshússins við Templarasund í Reykjavík, en þau hafði Tómas tekið á leigu. Í dag er það hús í eigu Alþingis. Ári síðar flutti fyrirtækið í Thomsenshúsið við Tryggvagötu og við það stækkaði athafnasvæðið til muna.
 
Umsvifin voru ekki mikil í fyrstu. Suðuketillinn var einungis 65 lítrar og flöskunum var lokað með því að þrýsta tappa ofan í þær með flötum lófa og binda fyrir með vír. Fyrsta framleiðsluárið seldi Ölgerðin um 38 þúsund lítra, mest Maltextrakt og Hvítöl. Íbúar Reykjavíkur voru þá um 13 þúsund talsins.
Lína 22:
 
Ölgerðin Egill Skallagrímsson framleiðir 45 miljónir lítra af drykkjarvörum árlega, þar af eru 10 milljónir lítra bruggaðar í Ölsuðunni.
 
 
 
==Tengt efni==