„Ölgerðin Egill Skallagrímsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Olgerdin (spjall | framlög)
m tengill
Olgerdin (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''[http://www.olgerdin.is/ Ölgerðin Egill Skallagrímsson]''' er leiðandiíslenskur drykkjaframleiðandi, elsta starfandi bruggverksmiðja landsins og heildsala með mat og drykk. Fyrirtækið var stofnað 17. apríl 1913 af Tómasi Tómassyni sem hóf framleiðslu á maltöli. Í fyrstu fór starfsemi Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar fram í tveimur herbergjum í kjallara Þórshamarshússins við Templarasund í Reykjavík, en þau hafði Tómas tekið á leigu. Í dag er það hús í eigu Alþingis. Ári síðar flutti fyrirtækið í Thomsenshúsið við Tryggvagötu og við það stækkaði athafnasvæðið til muna.
 
Umsvifin voru ekki mikil í fyrstu. Suðuketillinn var einungis 65 lítrar og flöskunum var lokað með því að þrýsta tappa ofan í þær með flötum lófa og binda fyrir með vír. Fyrsta framleiðsluárið seldi Ölgerðin um 38 þúsund lítra, mest Maltextrakt og Hvítöl. Íbúar Reykjavíkur voru þá um 13 þúsund talsins.