„Ríkisstjórnarleiðtogi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
* Í [[Þingræði|þingræði]] er ríkisstjórnarleiðtoginn sá sem leiðir ríkisstjórnina, og er gjarnan formaður stærsta [[Stjórnmálaflokkur|stjórnmálaflokksins]] á [[Þing|þinginu]]. Hann er ábyrgur gagnvart [[Löggjafarvald|löggjafarvaldinu]] og þingið getur lagt á hann og ríkisstjórnina [[Vantrauststillaga|vantrauststillögu]]. Hann hefur hins vegar sjálfur oft á tíðum vald til þess að [[Þingslit|slíta þinginu]], og boða til nýrra [[Þingkosningar|kosninga]]. Tengsl hans og samskipti við þjóðhöfðingjann geta verið mismunandi. Hann er ''de facto'' stjórnmálalegur leiðtogi þess ríkis sem á við, á meðan þjóðhöfðinginn getur verið það ''de jure''. [[Ísland]] er dæmi um þetta, þar sem [[Forseti Íslands|forseti Íslands]] er æðsti yfirmaður [[Framkvæmdarvald|framkvæmdarvaldsins]] samkvæmt [[Stjórnarskrá Íslands|stjórnarskráni]], en þrátt fyrir það hefur hann takmörkuð völd og það er [[Forsætisráðherra Íslands|forsætisráðherra]], þ.e. ríkisstjórnarleiðtoginn, sem leiðir [[Ríkisstjórn Íslands|ríkisstjórnina]] og er valdamesti embættismaður framkvæmdarvaldsins.<ref>Gunnar Helgi Kristinsson, 2007, bls. 152-157.</ref>
 
* Í [[Þingbundin konungsstjórn|þingbundinni konungsstjórn]] er svipað fyrirkomulag og í þingræði. RíkissleiðtoginnRíkisstjórnarleiðtoginn er gjarnan forsætisráðherra, og hann er tvímælalaust æðsti leiðtogi framkvæmdarvaldsins sem fer fyrir ríkisstjórninni, á meðan [[Konungur|konungur]] eða [[Drottning|drottning]] er þjóðhöfðingi, sem er táknrænt embætti með takmörkuð völd. Dæmi um þetta eru [[Bretland]], [[Danmörk]], [[Noregur]] og [[Svíþjóð]].
 
* Í [[Forsetaræði|forsetaræði]] og [[Einveldi|einveldi]]sfyrirkomulögum er ríkisstjórnarleiðtoginn yfirleitt einnig þjóðhöfðingi. Sami einstaklingurinn gegnur þá þessum tveimur stöðum. [[Bandaríkin]] eru dæmi um forsetaræði, þar sem [[Bandaríkjaforseti]] er þjóðarleiðtogi ásamt því að skipa [[Ríkisstjórn Bandaríkjanna|ríkisstjórnina]] og fara fyrir henni. [[Sádí-Arabía]] er hins vegar dæmi um einveldi, eða [[Konungsræði|konungsræði]], þar sem konungurinn er einvaldur.