„Tunglið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata) - The interwiki article is not good
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 51:
| -180 °C
|}
<onlyinclude>
 
<onlyinclude>'''Tunglið''',<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> eða '''máninn''',<ref name="rettritun"/> er eini [[fylgihnöttur]] [[Jörðin|jarðar]]. [[meðaltal|Meðalfjarlægð]] tungls og jarðar er 384.400 [[km]] og [[þvermál]] þess er 3.476 km. Það hefur ''bundinn möndulsnúning'', þ.e. tunglið snýr alltaf sömu hlið að jörðinni.</onlyinclude>
 
Tunglið fer einn hring umhverfis jörðina á u.þ.b. einum [[mánuður|mánuði]] og á hverri [[klukkustund]] færist það miðað við fastastjörnunar, um 0,5[[gráða|°]] á himinhvelfingunni, eða um fjarlægð sem er u.þ.b. jöfn [[sýndarþvermál]]i þess.
Lína 59:
== Uppruni ==
Ekki eru menn allir sammála um hvernig tunglið myndaðist. Ótal misgáfulegar [[hugmynd]]ir eru til um uppruna þess og verður fjallað um þær fjórar sem taldar eru mest líklegar hér á eftir.<ref>http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1652</ref>
 
=== Samansöfnunarkenningin ===
Einfaldasta [[kenning]]in er sú að tunglið og jörðin hafi myndast saman fyrir óralöngu, strax og [[sólkerfið]] tók að myndast og tunglið byrjað að snúast um jörðu strax frá upphafi. Hún verður reyndar að teljast í ólíklegri kantinum þar sem [[efnasamsetning]] hnattanna er svo ólík að þeir geta ekki hafa myndast úr sama [[efni]]nu.
 
=== Hremmikenningin ===
Önnur kenningin gengur út á það að tunglið hafi myndast sjálfstætt, en komið of nálægt jörðu. Við það festist það á sporbraut um jörðina og hefur ekki losnað síðan. Þessi kenning er líka í ólíklegra lagi, því ef hún stæðist, ætti jörðin að bera merki um að [[jarðskorpan]] hefði rifnað í sundur og gríðarleg [[eldgos]] hefðu geysað um alla jörðina. Þau ummerki hafa ekki fundist, allavega ekki ennþá og er mjög ólíklegt að þau finnist nokkurn tíman. Það er þó ekki hægt að útiloka þennan möguleika því við getum ekki afsannað slík eldsumbrot vegna flekahreyfinganna. Jarðskorpan endurnýjar sig sem gerir það að verkum að gömul [[jarðlög]], ekki síst jarðlög frá þeim tíma er tunglið myndaðist, hafa annað hvort eyðst eða eru undir nýrri jarðlögum og er því nánast ógerlegt að rannsaka þau.
 
=== Klofningskenningin ===
 
Klofningskenningin gerir ráð fyrir að jörðin hafi upphaflega verið án fylgihnatta, svo hafi hún skyndilega byrjað að snúast svo hratt að hluti jarðar hafi losnað og myndað tunglið. Þetta þykir þó óhugsandi. Ef hnöttur færi að snúast það hratt að hann klofnaði er útilokað að annar hlutinn færi á braut um hinn, heldur myndu þeir báðir losna úr þyngdarsviði hvors annars. Ein útgáfan af þessari kenningu gerir ráð fyrir að annað brotið sé tunglið og hitt mars.
 
Lína 73 ⟶ 74:
== Gerð tunglsins ==
[[Mynd:Moon diagram IS.svg|thumb|Innri gerð tunglsins]]
 
=== Ytri gerð ===
Þegar fyrstu stjörnufræðingarnir fóru að pæla í tunglinu, tóku þeir eftir að yfirborð þess skiptist í ljós og dökk svæði og töldu vera lönd og höf. Enn í dag er talað um höf þegar talað er um dökku svæðin, þrátt fyrir að þau séu það ekki í orðsins fyllstu merkingu.
Lína 78 ⟶ 80:
Höfin mynduðust þegar stórir [[loftsteinn|loftsteinar]] rákust á tunglið með það miklum [[kraftur|krafti]] að þeir náðu í gegnum jarðskorpuna og inn í möttul sem þá var fljótandi. Við það lak [[hraun]] úr gatinu og þakti hluta af hnettinum. Þetta þýðir að dökku svæðin hafa myndast fyrir meira en þremur milljörðum árum síðan, því samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á sýnum sem geimfarar tóku með sér frá tunglinu, lauk eldvirkni á tunglinu þá.
Ljósu svæðin (hálendi) á tunglinu eru fjöll og gígar. Þau eru um 4-4,3 milljarða ára gömul og þekja stærsta hluta yfirborðs tunglsins, eða 84%. Bergtegund sem kallast [[anortosít]] veldur hvíta litnum á hálendi tunglsins. Þessi bergtegund inniheldur frumefnin ál kalsíum og kísil. Fjöllin eru elsti hluti tunglsins, öfugt við jörðina. Þetta á sér þá útskýringu að þegar tunglið var nýmyndað gaus það eins og jörðin og við það mynduðust fjöll. Bakhlið tunglsins er nánast bara hálendi en það er vegna þess að aðdráttarafl jarðar er svo mikið að þegar tunglið var að myndast sigu öll þungu efnin inn í miðju sem er 2,5 km frá rúmfræðilegri miðju þess. Þetta kallast bundinn möndulsnúningur. Það er einnig ástæða þess að við sjáum aðeins aðra hlið tunglsins.
 
==== Listi yfir tunglhöf ====
* '''[[Austurhafið]]''' (Mare Orientale).
Lína 125 ⟶ 128:
 
== Tengt efni ==
 
* [[Kvartilaskipti]]
* [[Ofurmáni]]