Munur á milli breytinga „Sankti Kristófer og Nevis“

m
ekkert breytingarágrip
m
m
tímabelti = [[UTC]]-4 |
}}
'''Sambandsríkið Sankti Kristófer og Nevis''' eða '''Sankti Kitts og Nevis''' ([[enska]]: ''Saint Kitts and Nevis'', opinberlega ''Saint Christopher and Nevis'') er tveggja [[eyja]] [[eyríki]] í [[Karíbahaf]]i. Eyjarnar eru hluti [[Hléborðseyjar|Hléborðseyja]], sem eru nyrðri hluti [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyja]]. Næstu eyjar eru við Sankti Kristófer og Nevis eru [[Angvilla]], [[Saba]], [[Saint Barthélemy]] og [[Saint Martin]] í norðnorðvestur, [[Antígva og Barbúda]] í norðaustur, [[Montserrat]] í suðvestur og [[Saint Croix]] í vestur. Höfuðborg sambandsríkisins heitir [[Basseterre]] og er ásamt aðsetri alríkisstjórnarinnar staðsett á stærri eyjunni, [[Sankti Kristófer]]. [[Nevis]] (''Nuestra Señora de las Nieves'') er staðsett 3 km suðaustur af stærri eyjunni. Áður var breska nýlendan [[Angvilla]] hluti af sambandinu, sem þá hét [[Sankti Kristófer-Nevis-Angvilla]].
 
Höfuðborg sambandsríkisins heitir [[Basseterre]] og er ásamt aðsetri alríkisstjórnarinnar staðsett á stærri eyjunni, [[Sankti Kristófer]]. [[Nevis]] (''Nuestra Señora de las Nieves'') er staðsett 3 km suðaustur af stærri eyjunni. Áður var breska nýlendan [[Angvilla]] hluti af sambandinu, sem þá hét [[Sankti Kristófer-Nevis-Angvilla]].
 
Eyjarnar voru byggðar [[indíáni|indíánum]] um þúsundir ára, en [[karíbar]] lögðu þær undir sig um þremur öldum fyrir komu [[Evrópa|Evrópumanna]]. Eyjarnar voru með þeim fyrstu sem Evrópumenn hófu landnám á þegar franskir [[húgenottar]] settust að á Sankti Kristófer árið [[1538]]. Spánverjar lögðu byggð þeirra í rúst og fluttu þá burt frá eyjunni skömmu síðar. Árið [[1623]] hófu [[England|Englendingar]] landnám og síðan [[Frakkland|Frakkar]]. Árið [[1626]] frömdu þeir fjöldamorð á frumbyggjum eyjanna sem höfðu lagt á ráðin um að reka hvítu landnemana burt. Spánverjar lögðu byggðirnar á eyjunni aftur í rúst en heimiluðu svo endurreisn þeirra árið [[1630]]. England og Frakkland tókust á um yfirráð en á endanum urðu eyjarnar enskt yfirráðasvæði [[1713]]. Sykur[[plantekra|plantekrur]] voru undirstaða byggðarinnar og [[þrælahald|þrælar]] frá [[Afríka|Afríku]] voru fluttir inn í stórum stíl til að vinna á þeim. Eyjarnar fengu (ásamt Angvilla) heimastjórn árið [[1967]]. Íbúar Angvilla klufu sig úr sambandinu árið [[1971]]. Eyjarnar fengu fullt sjálfstæði árið [[1983]].