„Venesúela“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Oscar . (spjall | framlög)
m correct map, the other file was NPOV
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
símakóði = 58 |
}}
'''Venesúela''' ([[spænska]]: ''República Bolivariana de Venezuela'') er [[land]] í norðurhluta [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]] með strönd að [[Karíbahaf]]i og [[Atlantshaf]]i í norðri og landamæri að [[Gvæjana]] í austri, [[Brasilía|Brasilíu]] í suðri og [[Kólumbía|Kólumbíu]] í vestri. Úti fyrir strönd Venesúela eru eyríkin [[Arúba]], [[Hollensku Antillaeyjar]] og [[Trínidad og Tóbagó]]. [[Englafossar]], hæsti foss heims, 979 metar að hæð, finnast í [[Canaimaþjóðgarður|Canaimaþjóðgarðinum]] í suðausturhluta Venesúela. Venesúela er eitt af þeim löndum heims þar sem [[líffræðileg fjölbreytni]] er talin mest. Landið nær frá [[Andesfjöll]]um í vestri að [[Amasónfrumskógurinn|Amasónfrumskóginum]] í austri og inniheldur stóran hluta af hitabeltisgresjunni [[Los Llanos]], auk þess að eiga strönd að Karíbahafi. [[Ósar Orinoco]] eru í austurhluta landsins.
 
[[Spánn|Spánverjar]] stofnuðu [[nýlenda|nýlendu]] í Venesúela árið [[1522]] og þrátt fyrir mótspyrnu [[frumbyggjar Suður-Ameríku|frumbyggja]]. Árið [[1811]] lýsti nýlendan yfir sjálfstæði, fyrst allra spænskra nýlendna í Suður-Ameríku. Árið [[1821]] varð Venesúela hluti af sambandsríkinu [[Stór-Kólumbía|Stór-Kólumbíu]] sem náði yfir norðvesturhluta Suður-Ameríku og syðsta hluta [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]]. Árið [[1830]] gerðu íbúar uppreisn undir stjórn [[José Antonio Páez]] sem varð í kjölfarið fyrsti forseti Venesúela. [[Þrælahald]] var afnumið í landinu árið [[1854]] en saga þess á [[19. öld]] einkennist af pólitískum óstöðugleika og [[einræði]]. [[Lýðræði]] var komið á árið [[1958]] en efnahagsáföll á [[1981-1990|9.]] og [[1991-2000|10. áratug]] [[20. öldin|20. aldar]] leiddu til [[Caracazo-uppþotin|Caracazo-uppþotanna]] og tveggja valdaránstilrauna árið [[1992]]. Í forsetakosningum árið [[1998]] komst [[Hugo Chávez]] til valda og [[stjórnlagaþing Venesúela 1999]] samdi nýja [[stjórnarskrá Venesúela|stjórnarskrá]]. Eftir lát Chávez árið [[2013]] hófust útbreidd mótmæli og uppþot andstæðinga stjórnarinnar.