Munur á milli breytinga „Fælni“

21 bæti bætt við ,  fyrir 5 árum
m (Removing Link FA template (handled by wikidata))
Merki: Farsíma breyting Breyting frá farsímavef
 
 
== Meðferð ==
Algengasta og áhrifaríkasta meðferðin við fælni er [[atferlismeðferð]]. Meðal aðferða sem notaðar eru í atferlismeðferð eru [[kerfisbundin ónæming]], hermun (e. modeling) og flæði (e. flooding). Einnig er stundum notast við [[hugræn meðferð|hugræna meðferð]] og [[lyfjameðferð]].
 
Í [[kerfisbundin ónæming|kerfisbundinni ónæmingu]] er fólk látið búa til [[óttastigveldi]], þar sem það raðar því sem það óttast frá því sem því vekur með því minnstan ótta og yfir í það sem vekur mestan. Fólk ímyndar sér svo hvert þrep í stigveldinu, eitt á eftir öðru, á meðan það slakar á. Slökunin parast því við það sem fólk óttaðist, og kemur því að lokum í staðinn fyrir kvíðann sem það vakti áður upp.
Í [[flæði]] er skjólstæðingurinn sífellt látinn horfast í augu við það sem hann óttast, þar til það hættir að vekja með honum kvíða. Dæmi um það er ef fólk með lofthræðslu þyrfti að standa á svölum á 8. hæð í blokk til lengri tíma. Þessi aðferð virkar yfirleitt hraðar en hinar tvær, en erfiðara er að fá skjólstæðinga til að gangast undir slíka meðferð. Til þess að gera flæði bærilegra fyrir skjólstæðinga hefur stundum verið notast við [[sýndarveruleiki|sýndarveruleikatækni]], þar sem skjólstæðingurinn er látinn takast á við það sem hann óttast í sýndarheimi, en ekki í raunveruleikanum.
 
[[Kvíðastillandi lyf]] geta dregið úr kvíða og hræðslu hjá fólki með fælni, en áhrifin eru ekki langvarandi. Atferlismeðferð virðist aftur á móti hjálpa fólki að losna við fælni til frambúðar.
 
== Heimild ==