„Þunglyndi (geðröskun)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 27:
'''Skert hæfni:''' Við þunglyndi skerðist félagshæfni, fólk hefur minna skopskyn en áður, verri skipulagshæfni og minnkaða getu til þess að leysa vandamál daglegs lífs.<br>
'''Breytt viðhorf''': Þunglyndi einkennist af lakara [[sjálfstraust]]i, neikvæðari [[sjálfsmynd]], [[svartsýni]], [[vonleysi]] og [[hjálparleysi]]. Fólk á von á hinu versta, ásakar sjálft sig og gagnrýnir sig, og [[sjálfsvíg]]shugsanir geta skotið upp kollinum. Algengt er að finnast sem aðrir hafi yfirgefið mann eða séu að gefast upp á samskiptum við mann. Þessu fylgir minnkaður áhugi á samskiptum við aðra, [[kynlíf]]i, mat, drykk, tónlist og hverju því sem venjulega vekur áhuga fólks.<br>
'''Líkamleg einkenni''': Þunglynt fólk á oft í erfiðleikum með svefn; það á erfitt með að sofna, sefur of mikið eða vaknar of snemma. [[Kynhvöt]] minnkar, matarlyst breytist (getur bæði aukist og minnkað), fólk þyngist eða léttist, fær [[meltingartruflanir]], [[hægðatregða|hægðatregðu]], [[höfuðverkur|höfuðverki]], [[svimi|svima]], sársauka og aðra álíka kvilla eða einkenni.
Eins og lesanda er væntanlega ljóst eru þær margvíslegu breytingar sem lýst er hér að ofan hamlandi á öllu sviðum mannlegs lífs og leiða iðulega af sér ómældar þjáningar hins veika og hans nánustu. Það er því mikilvægt að þunglyndir leiti sér hjálpar, til að mynda hjá klínískum sálfræðingum eða geðlæknum, til að vinna bug á meinum sínum.<ref>http://www.visindavefur.is/svar.php?id=5595</ref>