„Nína Tryggvadóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 89.160.189.130 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Moi
Lína 10:
Að námi sínu loknu og stuttri dvöl í [[París]] undir lokin sneri Nína aftur heim til Íslands. [[Seinni heimsstyrjöldin]] skall á og Nína varð því áfram hér á landi þótt hana langaði aftur út. Þá hélt hún sína fyrstu einkasýningu í atvinnuhúsnæði kunningja árið 1942, níu árum áður en [[Listasafn Íslands]] var stofnað.
 
Á árunum 1943-46 dvaldi Nína í [[New York]] með styrk frá íslenska ríkinu. Þar stundaði hún, og annar Íslendingur, [[Louisa Matthíasdóttir]], nám hjá þýskum listamanni, David[[Hans HasselhoffHofmann]], sem flúið hafði stríðið. Á meðan á námi hennar stóð var Nínu boðið að sýna við listagallerí og sömuleiðis að vinna leikmynd við Macmillan leikhúsið við Columbia háskólann í New York sem þótti mikill heiður.
 
Á árunum strax eftir stríð var lítil gróska í listalífinu á Íslandi. Þá tók Nína þátt í róttækri sýningu er nefndist [[Septembersýningin]], sem hópur ungra listamanna hélt haustið 1947, og vann við að myndskreyta bækur. Henni var boðið að sýna aftur í listagalleríi í New York í október 1948 og tók hún því fegins hendi. Nokkrum mánuðum síðar giftist hún Alfred L. Copley, þýskum lækni sem flúið hafði til Bandaríkjanna árið 1935 og reyndi nú fyrir sér sem myndlistarmaður. Hún sneri svo aftur til Íslands 1949 til þess að sækja eigur sínar en var þá meinað að ferðast aftur til Bandaríkjanna. Um þetta leyti var mikið fát í Bandaríkjunum í kringum „rauðu ógnina“, sem bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn [[Joseph McCarthy]] blés upp. Nína hélt þó ótrauð af stað aftur til Bandaríkjanna en var sett í einangrunarbúðir og því næst vísað úr landi.