„Singapúr“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 32:
tld = sg |
}}
'''Singapúr''' ([[einfölduð kínverska]]: 新加坡共和国; [[pinjinpinyin]]: Xīnjiāpō Gònghéguó, [[malasíska]]: ''Republik Singapura''; [[tamílska]]: சிங்கப்பூர் குடியரசு) er [[borgríki]] á [[eyja|eyju]] við suðurodda [[Malakkaskagi|Malakkaskaga]] í [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]]. Landið liggur sunnan við [[Malasía|malasíska]] héraðið [[Johor]] og norðan við [[Riau-eyjar]] í [[Indónesía|Indónesíu]]. Nafnið er dregið af malasíska orðinu ''singa'' sem merkir „ljón“ og [[sanskrít]] ''pura'' sem merkir „borg“. Singapúr gengur líka undir sínu gamla malasíska nafni '''Temasek'''. Landið er mjög þéttbýlt og borgin nær yfir svo til allt landsvæði þess. Land Singapúr hefur verið stækkað með landfyllingum í sjó.
 
Singapúr var ásamt suðurhluta Malakkaskaga hluti af [[Srivijaya]] á miðöldum og síðan [[Chola-veldið|Chola-veldinu]]. Árið [[1587]] brenndu Portúgalir byggðina til að slíta á tengsl Malakkaskaga við [[Soldánsdæmið Johor]] í suðri. Núverandi byggð í Singapúr var stofnuð af breska landstjóranum í [[Bengkulu-borg]] á [[Súmatra|Súmötru]], [[Stamford Raffles]]. Breta vantaði höfn á sjóleiðinni til [[Kína]]. Eyjan heyrði þá aðeins að nafninu til undir soldáninn í Johor. Raffles stofnaði þarna [[fríhöfn]] og brátt tók íbúafjöldinn að vaxa mjög hratt. [[William Farquhar]] var gerður að landstjóra. Raffles sneri aftur árið 1822 en nýlendan var orðin illa þokkaður staður. Hann tók þá til hendinni, gerði nýtt skipulag ([[Jackson-skipulagið]]) og setti stjórnarskrá sem bannaði fjárhættuspil og þrælahald. Borgin óx enn á 19. öld og varð ein mikilvægasta [[hafnarborg]]in í heimshlutanum. Helstu viðskipti Singapúr fólust í [[umskipun]]. [[Japan]]ir lögðu Singapúr undir sig eftir [[orrustan um Singapúr|orrustuna um Singapúr]] [[1942]] og sýndu þar með fram á að Bretar gætu ekki alltaf varið lönd sín í Asíu. Eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] fóru því íbúar Singapúr að krefjast sjálfstjórnar í auknum mæli. Fyrstu þingkosningar í Singapúr voru haldnar [[1948]] og landið fékk [[heimastjórn]] að hluta [[1955]]. Margir töldu að Singapúr væri best borgið í sambandi við önnur ríki á Malakkaskaga og Singapúr tók því þátt í stofnun [[Malasía|Malasíu]] [[1963]]. Vaxandi þjóðernishyggja í Malasíu og ótti við að viðskiptaveldið Singapúr drægi mátt úr [[Kúala Lúmpúr]] varð til þess að forsætisráðherra Malasíu, [[Tunku Abdul Rahman]], ákvað að reka Singapúr úr sambandsríkinu.