„Hugræn atferlismeðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Lína 18:
 
Venjulega ver einstaklingurinn 1-3 klukkustundum á viku með meðferðaraðilanum, en auk þess eru honum settar fyrir ýmsar æfingar til að gera á milli tíma. <ref>http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25683</ref> Flestir meðferðarvísar við algengum geðröskunum, eins og þunglyndi og kvíða, gera ráð fyrir 10-20 viðtölum. Meðferðinni er nú mest beitt af sálfræðingum þótt geðlæknar, heimilislæknar, hjúkrunarfræðingar og fleiri heilbrigðisstéttir hafi sótt sér þjálfun í HAM í vaxandi mæli á síðustu misserum.
<ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367</ref>, <ref>http://hjukrun.is/library/Skrar/Timarit/Timarit-2010/hj%C3%BAkrunarfr%C3%A6%C3%B0ingar_og_%C3%A1rangur.pdf</ref>
 
Í hugrænum hluta meðferðarinnar leitast meðferðaraðili og sjúklingur við að greina hvaða hugsanir og tilfinningar fylgja t.d. kvíðaköstum. Þessar hugsanir og tilfinningar eru síðan ræddar í samhengi "hugræns líkans" af ofsakvíða. Hugrænt líkan af ofsakvíða gerir ráð fyrir því að óæskileg hugarferli, sem kunna að vera ómeðvituð, hrindi af stað vítahring af óttaviðbrögðum.