„Hugræn atferlismeðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Hugræn atferlimeðferð''', (skammstafað HAM) er meðferðarúrræði sem reynst hefur gagnlegt við hinum ýmsu kvillum svo sem almennum [[kvíði|kvíða]], [[þunglyndi]] og [[fælni]]. Árangur af HAM við meðferð þessara raskana er í flestum tilfellum sambærilegur eða betri en árangur lyfjameðferðar en aðgengi er lakara. <ref>http://www.laeknabladid.is/tolublod/2011/11/nr/4367</ref>
 
Nafnið hugræn atferlismeðferð vísar til [[hugræn meðferð|hugrænnar meðferðar]] og [[atferlismeðferð]]ar.
 
Hugræn atferlismeðferð er tvíþætt. Annars vegar er leitast við að breyta hugarfari sem stuðlar að einkennum sjúkdómsins og hins vegar að breyta þeirri hegðun sem viðheldur þeim.
Lína 12 ⟶ 14:
HAM var fyrst tekin í notkun á kerfisbundinn hátt á geðsviði [[Reykjalundur|Reykjalundar]] árið 1997. Í ljós kom að þeir sem fengu HAM í einstaklingsmeðferð náðu marktækt betri árangri en aðrir sjúklingar, bæði hvað varðar þunglyndi, kvíða og vonleysi. <ref>http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/</ref>
 
=Meðferð og áherslur=
Í hugrænni atferlismeðferð er áherslan á samspilið sem hlýtur að vera til staðar milli hugsana, líðunar, líkamlegs ástands og hegðunar. Þar er sérstaklega athugað hvernig hegðun okkar og hugsanir hafa áhrif á líðan og líkamlegt ástand. Þegar það hefur verið kortlagt eru hugsanaskekkjur endurmetnar og hegðuninni hnikað til betri vegar. Rannsóknir sýna að meirihluti þeirra sem sækja sér slíka sálfræðimeðferð fá nokkurn eða talsverðan bata <ref>http://www.greiningogmedferd.net/medferd/ham-hugraen-atferlismedferd/</ref>
 
Lína 25 ⟶ 27:
 
Ólíkt því sem tíðkast í sumum gerðum sálrænna meðferða er ekki lögð áhersla á fortíðina í hugrænni atferlismeðferð. Þess í stað beinast samræður að erfiðleikum og framförum sjúklingsins á líðandi stundu og þeim eiginleikum sem hann þarf að tileinka sér.<ref>http://www.visindavefur.is/svar.php?id=25683</ref>
 
 
 
=Hugsanaskekkjur=