„Hugræn atferlismeðferð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
 
=Saga=
HAM er gjarnan kennd við bandaríska geðlækninn Aaron T. Beck sem var menntaður í sálgreiningu. Í rannsóknum sínum komst hann að því að aðferðir sálgreiningar gengju ekki upp við meðferð þunglyndis. Beck var undir áhrifum frá hinni svokölluðu hugrænu byltingu í sálfræði sem átti sér stað á árunum 1950-1970 en þó ekki síður undir áhrifum frá aðferðum atferlismeðferðar. Á grunni rannsókna sinna og meðferðarreynslu byggði Beck þá kenningu að það hvernig við hugsum, túlkum atburði og högum daglegu lífi ráði miklu um líðan okkar. Albert Ellis hafði einnig áhrif á mótun hugrænnar atferlismeðferðar. Sálfræðingurinn David Burns setti fram hugsanaskekkjur í bók sinni Feeling Good árið 1980.
 
HAM var fyrst tekin í notkun á kerfisbundinn hátt á geðsviði Reykjalundar árið 1997. Í ljós kom að þeir sem fengu HAM í einstaklingsmeðferð náðu marktækt betri árangri en aðrir sjúklingar, bæði hvað varðar þunglyndi, kvíða og vonleysi. <ref>http://ham.reykjalundur.is/medferdarhandbok/</ref>