„Ásdís Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
1983 fór hún með aðalhlutverkið í kvikmynd Kristínar Pálsdóttur, [[Skilaboð til Söndru]]. Sama ár hóf hún nám í Deutsche Film und Fernseh Akademie Berlin (dffb). 
 
Árið 1992 var fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd [[Ingaló|Ingaló]], tekin inn í keppnina Semaine de la critique á [[Kvikmyndahátíðin í Cannes|kvikmyndahátíðinni í Cannes]]. Ingaló fjallar um uppreisnargjarna stúlku og bróður hennar úr íslensku sjávarþorpi. Kvikmyndin Ingaló hlaut aðalverðlaun á Norrænu kvikmyndahátíðinni í [[Rúðuborg]] ([[Festival du cinéma nordique de Rouen|:fr:Festival du cinéma nordique de Rouen]]) og [[Sólveig Arnarsdóttir|Sólveig Arnarsdóttir]] hlaut verðlaun sem besta leikkonan fyrir hlutverk Ingulóar. Þá var kvikmyndin valin inn á sýningu í [[:usfr:New Films/New Directors Festival]] í [[:us:Museum of Modern Ar]] og [[:us:Lincoln Center]] í [[New York-borg|New York]] árið 1993.
 
Ásdís hefur skrifað handrit fyrir eigin kvikmyndir, fyrir [[útvarp]] og svið. Ásdís hefur leikstýrt fjölda útvarpsleikrita og þáttaröðin Ástand sem hún samdi og leikstýrði var tilnefnd til Prix Europa sjónvarps- og útvarpsverðlaunanna.