„Marilyn Monroe“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Skráin Marilyn_Monroe_in_The_Asphalt_Jungle_trailer.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af Materialscientist.
Lína 52:
HÚN henti sér að fullu inn í fyrirsætustarfið að nýju en gaf ekki kvikmyndaferilinn upp á bátinn. Í millitíðinni sat hún oft fyrir nakin á meðan hún leitaði að kvikmyndahlutverkum. Árið [[1947]] var hún valin hin fyrsta „Miss California Artichoke Queen“ á hinu árlega ætiþistillshátíðinni í [[Castroville]].
 
[[Mynd:Marilyn Monroe in The Asphalt Jungle trailer.jpg|thumb|left|Marilyn Monroe í myndinni The Asphalt Jungle árið 1950]]Árið [[1948]] skrifaði Marilyn undir sex mánaða samning við [[Columbia Pictures]]. Þar kynntist hún [[Natasha Lytess|Natöshu Lytess]] aðal-leikþjálfanum hjá myndverinu á þeim tíma. Hún vann með Marilyn um nokkurra ára skeið. Marilyn hlaut aðalhlutverkið í söngleikjamyndinni ''Ladies of the Chorus'' það sama ár. Gagnrýnendur voru hrifnir af leik Marilyn en myndin var ekki vinsæl í kvikmyndahúsum.
 
Hún fékk aukahlutverk í myndinni ''[[Love Happy]]'' árið [[1949]] og vakti aðdáun framleiðenda myndarinnar. Þeir sendu hana til New York til þess að taka þátt í auglýsingaferð fyrir myndina. Á þessum tíma hitti hún Johnny Hyde, einn af helstu umboðsmönnunum í Hollywood. Hann útvegaði henni áheyrnarprufu hjá leikstjóranum [[John Huston]] sem lét hana hafa hlutverk í myndinni ''[[The Asphalt Jungle]]'' þar sem hún lék unga hjákonu glæpamanns. Gagnrýnendum fannst leikur hennar frábær og hún var stuttu seinna kominn með annað hlutverk sem frú Caswell í ''[[All About Eve]]''. Hyde útvegaði henni líka nýjan samning við Fox til sjö ára, skömmu áður en hann lést árið [[1950]].