„Torfbær“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 7 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q800202
Lína 13:
[[Mynd:Laufas - Wandkonstruktion außen 3.jpg|thumb|right|Gamall klömbruhlaðinn torfveggur í [[Laufás (Grýtubakkahreppi)|Laufási]] við Eyjafjörð.]]
Torfbæirnir voru samt lélegur húsakostur, og oft þurfti að lappa upp á slíkar byggingar, þar sem torf endist yfirleitt skemur en annað byggingarefni. Í [[Þjóðólfur (tímarit)|Þjóðólfi]], árið [[1862]], er því lýst hvað gerði það að verkum að skjanna þurfti oft upp á torfbæi og sagt frá því að Íslendingar séu:
:''... alltaf að byggja sama [Torfbæinn] svoað segja árs árlega; eitt árið hefir vatn hlaupið í einhvern vegginn eðreða gaflaðið eða frostið klofið og sprengt inn, annað árið er þaktróðið orðið ónýtt og fúið svo að þaktorfið liggur inná viðum, og þarf að rífa þakið og leggja nýtt tróð á húsið, fjórða árið brotinn sperrukjálki eða 1-2 langbönd eða mæniás og þarf enn að rífa þakið fyrir þá sök, fimta árið er ytra þekjan rofin og þarf að tyrfa allt húsið að nýu o.s.frv. Þetta er vanalegi gángurinn í húsbyggíngum hér á landi yfir höfuð að tala''. <!--http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?t_id=300035&lang=0-->
 
[[Torfhleðsla]] er handverk sem var í þann veginn að glatast og örfáir sem kunnu handbragðið en á síðustu árum hefur áhugi vaknað á að varðveita þá þekkingu og reynslu sem byggðist upp á þúsund árum og hafa meðal annars verið haldin námskeið í torfhleðslu til að kenna fólki að nýta torf til mannvirkjagerðar.