„Sókrates“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
kaldhæðni
m Tók aftur breytingar 157.157.179.139 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
Lína 20:
 
== Æviágrip ==
Vitneskja okkar um Sókrates er einkum fengin úr þremur samtíma heimildum:<ref>Um heimildir um Sókrates, sjá Guthrie (1971): 5-57, Brickhouse og Smith (2000): 11-52 og A.R. Lacey, „Our Knowledge of Socrates“ hjá Vlastos (1980): 22-49.</ref> samræðum [[Platon]]s og [[Xenofon]]s (sem voru báðir lærisveinar og vinir Sókratesar og rituðu um hann verk að honum látnum) og leikriti [[Aristófanes]]ar, ''[[Skýin|Skýjunum]]'' sem var fyrst sett á svið [[423 f.Kr.]] og svo í endurskoðaðri útgáfu [[416 f.Kr.]] meðan Sókrates var enn á lífi. Sjálfur ritaði Sókrates ekkert. Auk þessara samtímaheimilda veitir [[Aristóteles]] ([[384 f.Kr.]] – [[322 f.Kr.]]) einhverjar upplýsingar um Sókrates og [[Díogenes Laertíos]] (uppi seint á [[2. öld]]) ritaði ævisögu hans, sem er varðveitt.
 
Sókrates fæddist í Aþenu annaðhvort árið [[470 f.Kr.]] eða [[469 f.Kr.]] Hann lést í Aþenu árið 399 f.Kr. eftir að hann hafði verið dæmdur sekur fyrir að spilla ungdómnum og kynna nýja guði til sögunnar.<ref>Um ævi Sókratesar, sjá Guthrie (1971): 58-65.</ref>
Lína 34:
== Heimspeki Sókratesar ==
=== Hin sókratíska aðferð ===
''Hin sókratíska aðferð'' sem svo hefur veðverið kölluð eftir aðferð Sókratesar í leit að svörum við spurningum sínum, felst í því að spyrja viðmælanda sinn spurninga og leiða í ljós mótsagnir í skoðunum hans.<ref>Um aðferð Sókratesar, sjá Brickhpuse og Smith (1994): 3-29, Brickhouse og Smith (2000): 113-120, Guthrie (1971): 105-122, Richard Robinson, „Elenchus“ hjá Vlastos (1980): 78-93, Richard Robinson, „Elenchus: Direct and Indirect“ hjá Vlastos (1980): 94-109, Richard Robinson, „Socratic Definition“ hjá Vlastos (1980): 110-124, George Nakhnikian, „Elenctic Definitions“ hjá Vlastos (1980): 125-127.</ref> Með þessari aðferð fær hann fólk til að átta sig á hvað er rangt við sannfæringu þeirra (eða rétt) og hversu mikið (eða lítið) það raunverulega veit. Með þessu sagðist hann fæða visku hjá fólki og kallaði sig því „ljósmóður viskunar“. Aðferðin leiðir líka í ljós sameiginlegar grundvallarreglur samfélagsins sem við köllum siðareglur, þetta er líklegast ein af ástæðum þess að Sókrates er kallaður upphafsmaður eða faðir siðfræðinnar.
 
== Neðanmálsgreinar ==