„Skaftá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:2014-05-08 14-19-42 Iceland - Kirkjubæjarklaustri Kirkjubæjarklaustur 6h 157°.JPG|thumbnail|Skaftá og Eldhraun]]
 
'''Skaftá''' er jökulá í suðurhluta Íslands. Vegalengd hennar frá upptökum til ósa eru um 115 kílómetrar. Skaftá er blönduð á, jökulá með lindaráhrifum <ref>http://www.katlageopark.is/skoda/skafta/</ref>. Upptök hennar eru úr tveimur kötlum í Skaftárjökli en þar er jarðhitasvæði. Skaftá liðast niður hálendið sunnan megin við [[Langisjór|Langasjó]] og niður á milli hinna fornu eldstöðva [[Laki|Lakagíga]] og Eldgjár. Eftir Skaftárdalnum hlykkjast áin niður á láglendið og rennur sunnan við þorpið [[Kirkjubæjarklaustur]] á leið sinni til sjávar. Frá miðri síðustu öld hafa komið mörg jökulhlaup í Skaftá.<ref>http://www.visitklaustur.is/is/skoda-og-sja/natturu-undur/skafta</ref>.
 
Skaftá og Skaftáreldahraun þóttu miklir farartálmar hér á árum áður. Samgöngur í þessum sveitum breyttust lítið frá því á landnámsöld allt fram á þriðja tug síðustu aldar á meðan hestar voru einu farartæki á landi. Meðan engar ár voru brúaðar varð að treysta á hestinn. Árið 1903 var Skaftá brúuð við Kirkjubæjarklaustur og stuttu síðar yfir Ása-Eldvatn.
 
Haustið 2015 varð mesta Skaftárhlaup síðan mælingar hófust. <ref>http://www.ruv.is/frett/mesta-skaftarhlaup-sidan-maelingar-hofust</ref>