„Skógrækt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
Upphaf skipulagðrar skógræktar á Íslandi má rekja til Fururlundsins á Þingvöllum árið 1898. Þar voru Danir frumkvöðlar. Sama ár keypti ríkið tvo höfuðskóga Íslands, [[Hallormsstaðaskógur|Hallormsstaðaskóg]] og [[Vaglaskógur|Vaglaskóg]], til að forða þeim frá eyðingu. Með lögunum var [[Skógrækt ríkisins]] stofnuð. Agner F. Kofoed-Hansen var ráðinn skógræktarstjóri og tók hann til starfa 15. febrúar 1908.
 
Árið 1930 var ''Skógræktarfélag Íslands'' stofnað á Þingvöllum. Á næstu árum voru skógræktarfélög stofnuð víða um land. Árið 1933 kom [[Hákon Bjarnason]] heim frá skógfræðinámi í Danmörku og var ráðinn framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Íslands. Hans fyrsta verk var að stofnsetja gróðrarstöðina í [Fossvogur|[Fossvogi]] sem var í rekstri á vegum Skógræktarfélags Íslands og síðan Skógræktarfélags Reykjavíkur í um 70 ár. Sama ár barst til Íslands hálft kíló af [[lerki]]fræi frá Rússlandi. Því var sáð á Hallormsstað og plönturnar sem upp af fræinu uxu gróðursettar í Atlavíkurlund og Guttormslund 1937 og 1938. Árin 1937-1938 bárust einnig ungplöntur allmargra tegunda frá gróðrarstöðvum í Noregi. Mörgum þeirra var komið fyrir í nýrri gróðrarstöð Skógræktar ríkisins í Múlakoti í Fljótshlíð.
 
Hákon Bjarnason tók við af Kofoed-Hansen sem skógræktarstjóri 1935. Í seinni heimsstyrjöldinni lokuðust samskiptaleiðir til Noregs en opnuðust til vesturheims. Skógræktarstjóri notfærði sér það til að koma á samböndum við Alaska. Þaðan barst á stríðsárunum allmikið [[sitkagreni]]fræ og nokkuð fræ af öðrum tegundum ásamt fyrstu græðlingum [[alaskaösp|alaskaaspar]].
Lína 12:
Fyrir 1960 var skógarfura öll meira eða minna að drepast vegna furulúsar. Þetta var mikið áfall því miklar vornir höfðu verði bundnar við furuna. Annað áfall kom svo 9. apríl 1963 þegar gerði mjög óvenjulegt hret eftir langvarandi hlýindi. Mikið drapst af trjám á Suðurlandi. Furulúsin og aprílhretið höfðu þau áhrif að verulega dró úr gróðursetningu.
 
Árið 1977 tók [[Sigurður Blöndal]] við af Hákoni Bjarnasyni sem skógræktarstjóri og hafði Hákon þá gegnt starfinu í 42 ár.
 
Á 9. áratugnum var Skógrækt ríkisins heimilt að veita styrki til skógræktar á bújörðum á bestu skógræktarsvæðum landsins. Nokkrar jarðir á Norður-, Vestur- og Suðurlandi, auk jarða á Héraði utan Fljótsdals tóku þátt í nytjaskógrækt og námu styrkirnir 80% af stofnkostnaði.
 
Forseti Íslands (1980-1996), frú [[Vigdís Finnbogadóttir]], var mikill stuðningsmaður skógræktar og gróðursetti opinberlega tré við Þingvallaþjóðgarð.
 
Árið 1990 tók Jón Loftsson við af Sigurði Blöndal sem skógræktarstjóri. Það ár var ákveðið með lögum að færa aðalskrifstofu Skógræktar ríkisins frá Reykjavík til Egilsstaða. Sama ár hófst verkefnið ''Landgræðsluskógar'' á vegum [[Skógræktarfélag Íslands|Skógræktarfélags Íslands]], [[Skógrækt ríkisins|Skógræktar ríkisins]] og [[Landgræðsla ríkisins|Landgræðslu ríkisins]]. Verkefnið var hugarfóstur Sigurðar Blöndals og fólst í því að safna peningum frá fyrirtækjum svo hægt væri að auka plöntuframleiðslu. Plönturnar yrðu síðan afhendar samkvæmt samningum til skógræktarfélaga og annarra aðila sem sæu um gróðursetningu. Plönturnar skyldu einkum gróðursettar í rýrt og rofið land og skógarnir yrðu opnir almenningi til útivistar.