„Gormánuður“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 6:
 
== Vetrarboð eða blót fyrsta vetrardag ==
Veturnáttaboða um [[veturnætur]] er oft getið í fornsögum, sem eiga að gerast fyrir eða um [[Kristnitakan á Íslandi|kristnitöku]], svo sem [[Gísla saga Súrssonar|Gísla sögu Súrssonar]], [[Laxdæla saga|Laxdælu]], [[Reykdæla saga|Reykdæla sögu]], [[Njála|Njálu]] og [[Landnámabók|Landnámu]]. Raunar má segja, að engin árstíðabundin boð eða blót séu nefnd eins oft nema um jólaleytið.
 
Þetta á sér líklega þær náttúrulegu skýringu að á haustin var mest til af nýju sláturkjöti, og var það nánast nauðsyn að neyta þess nýmetis þá í sem ríkustu mæli vegna þeirra vandkvæða, sem þá voru á geymslu þess, þegar ekki voru til frystihús og salt. Kornuppskera var þá einnig lokið, hafi hún verið einhver.