„Exxon Valdez-olíulekinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Bot: Parsoid bug phab:T107675
Lína 7:
Ítarlegar rannsóknir hafa verið gerðar á bæði langtíma og skammtíma áhrifum vegna lekans. Allt að 250.000 sjófuglar létust í kjölfar lekans, um 2.800 sjóotrar, um 300 selir, um 250 skallaernir, um 22 háhyrningar og umtalsverður fjöldi af lax og síld.<ref>Graham, Sarah (2003). "Environmental Effects of Exxon Valdez Spill Still Being Felt". Scientific American.</ref> Árið 2003, fimmtán árum eftir slysið, kom í ljós að olían í hafinu væri þaulsetnari en áður hafði verið talið og að fjölmargar dýrategundir á svæðinu væru langt frá því að ná fyrri stofnstyrk. Var áætlað að það tæki allt að þrjátíu ár til að aðstæður myndu komast í eðlilegt horf.<ref>Williamson, David (2003). "Exxon Valdez oil spill effects lasting far longer than expected, scientists say". UNC/News.</ref>
 
<nowiki> </nowiki>Exxon Mobil hélt því fram árið 2006 að Prince William Sound svæðið hefði náð að jafna sig og að vistkerfin þar döfnuðu vel. Bentu þeir á sínar eigin rannsóknir.<ref>Australian Broadcasting Corporation. (2006). "Exxon Valdez oil spill still a threat: study".</ref> Hinsvegar hafa bæði sjálfsstæð náttúrusamtök sem og hafrannsóknarstofnun Bandaríkjanna (NOAA) hafnað þeim fullyrðingum.<ref>Australian Broadcasting Corporation. (2006). "Exxon Valdez oil spill still a threat: study".</ref>
 
<nowiki> </nowiki>Árið 2014, gaf NOAA út skýrslu um stöðu svæðisins þá 25 árum eftir slysið. Kom þar í ljós að fjölmargir dýrastofnar hefðu náð að jafna sig og komnir aftur í líkar tölur fyrir slys. Hinsvegar væru aðrir stofnar í bráðri hættu og talið að háhyrningahjarðir myndi deyja út. Ennfremur er áætlað að um 87 fermetra svæði sé enn þakið olíu og niðurbrot þess sé um 4% á ári.<ref>Federal Register / Vol. 75, No. 14 (Jan, 2010)</ref>
 
== Pólitískar og efnahagslegar afleiðingar ==