„Umhverfis- og auðlindahagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Tjörvi Schiöth (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Dexbot (spjall | framlög)
m Bot: Parsoid bug phab:T107675
Lína 92:
Í '''umhverfis- og auðlindahagfræði''' er leitað lausna á hagfræðilegum álitamálum er snerta auðlindir jarðarinnar. Leitað er jafnvægis á milli efnahagslegs vaxtar og umhverfisverndar. Framþróun getur aðeins talist sjálfbær í hagfræðilegum skilningi ef undirliggjandi verðmæti vaxa eða haldast óbreytt yfir ákveðið tímabil. Efnahagsleg verðmæti (e. capital) geta þannig ekki vaxið til lengdar nema náttúruleg verðmæti liggi til grundvallar. Engin trygging er fyrir því að nauðsynlegar tækniframfarir muni verða til þess að hægt verði að skapa verðmæti óháð ásigkomulagi náttúruauðlinda.<ref name=":1" />
 
<nowiki> </nowiki>Þess vegna ganga kynslóðir samtímans á verðmæti komandi kynslóða, líkt og með yfirdráttarláni. Slíkt fyrirkomulag er ósjálfbært og mun óhjákvæmilega leiða af sér verri lífsgæði fyrir jarðarbúa. Sameiginlegur arfur kynslóðanna er ekki síst fólginn í auðlindum náttúrunnar, orku, hreinu lofti, ferskvatni og landsvæðum. Að eyðileggja þessar auðlindir í þágu hagvaxtar til skamms tíma, bitnar helst á kynslóðum framtíðar, en jafnframt þeim sem nú byggja jörðina.<ref name=":1">Todaro, M. P. & Smith, S. C. (2011). ''Economic Development.'' Essex: Pearson Education Limited.</ref>
=== Ábyrg nýting auðlinda ===
Ein meginspurningin sem liggur til grundvallar, þegar kemur að því að meta hvort nýting auðlinda jarðarinnar sé með ábyrgum hætti, er hvort framboð auðlinda og orkukosta muni vera nægjanlegt til þess að standa undir efnahagslegum þörfum þeirra kynslóða sem nú byggja jörðina, barna þeirra, barnabarna og nýrra kynslóða um ókomna framtíð? Hvort skortur á náttúruauðlindum muni verða svo víðtækur að hann muni ógna lífsgæðum og lífi jarðarbúa? Mun skorturinn leiða til hruns í lífsgæðum og þar með afturhvarf til forna búskaparhátta eða mun manninum takast að uppgötva nýjar og umhverfisvænni leiðir til orkuframleiðslu?<ref name=":0" />
Lína 155:
Umhverfishreyfingin lét líka til sín taka á sjöunda áratug 20. aldar, þegar alvarleg umhverfisvandamál komust í hámæli, meðal annars í kjölfar útgáfu bókanna ''Raddir vorsins þagna'' (e. Silent Spring), ''Mannfjöldasprengjan'' (e. The Population Bomb) og ''Endimörk vaxtar ''(e. Limits to Growth), sem og í kjölfar skýrslu [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], ''Okkar sameiginlega framtíð ''(e. Our Common Future).<ref name=":3" /><ref>[[:en:Silent_Spring|Wikipedia: ''Silent Spring'']]</ref><ref>[[:en:The_Population_Bomb|Wikipedia: The Population Bomb]]</ref><ref name=":4" /><ref name=":5" />
 
<nowiki> </nowiki>Umhverfishreyfing sjöunda áratugarins var tengd öflugum grasrótar- og mannréttindahreyfingum [[Hippar|hippatímabilsins]], sem meðal annars voru andvígar ríkjandi þjóðfélagsmenningu, friðarhreyfingum sem mótmæltu þátttöku Bandaríkjanna í [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]] og baráttuhreyfingum fyrir borgaralegum réttindum. Allar voru hreyfingarnar hluti af hinni svokölluðu [[Réttindabyltingin|Réttindabyltingu]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á sjötta-, sjöunda- og áttunda áratugnum.<ref>[[:en:Hippie|Wikipedia: Hippie]]</ref><ref>[[:en:Counterculture|Wikipedia: Countercoulture]]</ref><ref>[[:en:Peace_movement|Wikipedia: Peace Movement]]</ref>
 
Í lok 20. aldar varð vaxandi krafa um nýja græna orkukosti og umhverfisvæna tækni vatn á myllu umhverfishreyfingarinnar, sem og þróun rafrænna bíla og endurnýjanlegra orkugjafa. Kallað var eftir því í síauknum mæli að mannkynið endurhugsaði samspil sitt við náttúruna og skapaði vistvænt og grænt hagkerfi; nýtt framleiðsluhagkerfi sem byggði ekki á jarðefnaeldsneyti heldur endurnýjanlegri og umhverfisvænni orku. Á allra síðustu árum hefur umhverfishreyfingunni vaxið fiskur um hrygg, ekki síst þegar afgerandi vísindaleg gögn hafa verið kynnt um afleiðingar hlýnunar jarðar.<ref>[[:en:Environmentalism|Wikipedia: Environmentalism]]</ref>