„Stofnfruma“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 2:
 
== Stofnfrumur í fósturvísi ==
Í fósturvísum finnast stofnfrumur sem hafa þann eiginleika að geta myndað sérhæfðar frumur af hvaða gerð sem er. Innan [[kímblaðra|kímblöðru]] fósturvísisins er klasi af ósérhæfðra frumna sem síðar mynda fósturlögin þrjú. Þegar fósturvísirinn skiptir sér í fyrsta skipti eru frumurnar ósérhæfðar en smám saman verða til sérhæfðari frumur sem síðan verða að útlimum og líffærum. Til að byrja með eru frumur fósturvísisins því [[alhæf stofnfruma|alhæfar]] (e. ''totipotent''). Þroskunarferlið var talið stefna í eina átt frá ósérhæfðum frumum til sérhæfðari en nýlegar rannsóknir benda þó til þess að sérhæfðar frumur geti snúið aftur að ósérhæfðu ástandi og síðan sérhæfst aftur eftir það.<Ref>Þórarinn Guðjónsson og Eiríkur Steingrímsson (2003) „Eiginleikar stofnfruma:frumusérhæfing og ný meðferðaúrræði“. ''Læknablaðið'' , 89(1):43-48. [http://www.hirsla.lsh.is/lsh/handle/2336/13135 Rafræn útgáfa]</ref>
 
Það er hægt að einangra stofnfrumur úr fósturvísi á fyrstu stigum þess, og í [[Frumurækt|ræktun]] geta stofnfrumurnar fjölgað sér ótakmarkað. Við sérstakar ræktunaraðstæður er hægt að fá þær til að mynda mismunandi tegundir af sérhæfðum frumun jafnvel [[egg]] og [[sæðisfruma|sæðisfrumur]].<Ref name=Campbell/> Eins lengi og stofnfrumurnar eru látnar fjölga sér í ræktinni undir viðeigandi aðstæðum haldast þær enn ósérhæfðar. En ef þær eru látnar klumpa sig saman og mynda fósturvísa, byrja þær að sérhæfast af sjálfdáðum. Þær geta þá myndað [[vöðvi|vöðvafrumur]], [[taugar|taugafrumur]] og margar tegundir af frumum.