„Reykjavíkurhöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m áttavilltur
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:Reykjav%C3%ADk_Harbour02.jpg|thumb|right|Horft yfir Reykjavíkurhöfn frá [[Arnarhóll|Arnarhóli]]. Stór [[frystitogari]] liggur við [[Miðbakki|Miðbakka]] í Austurhöfninni fyrir miðri mynd.]]
'''Reykjavíkurhöfn''' er [[höfn]] sem liggur út frá [[Kvosin]]ni í [[Miðborg Reykjavíkur]] í Reykjavíkinni utanverðri. Elsti hluti hennar, [[Ingólfsgarður]], var reistur frá [[1913]] til [[1915]] en höfnin hefur verið í stöðugri þróun frá þeim tíma. Höfnin skiptist í tvennt við [[Ægisgarður|Ægisgarð]], [[Vesturhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Vesturhöfn]] ([[Grandagarður]] og [[Daníelsslippur]]) og [[Austurhöfn (Reykjavíkurhöfn)|Austurhöfn]] ([[smábátahöfn]]in, [[verbúð]]aruppfyllingin og [[Faxagarður]]). Mest atvinnustarfsemi er orðið í Vesturhöfninni þar sem landað er á Grandagarði en í Austurhöfninni eru aðallega smábátar, skútur og [[skemmtiferðaskip]] auk þess sem [[Landhelgisgæsla Íslands]] og [[Hafrannsóknarstofnun Íslands]] hafa verið með aðstöðu á Faxagarði. [[Uppskipun]] úr [[flutningaskip]]um fluttist öll í [[Sundahöfn]] eftir árið [[1968]].
 
Áður en höfnin var reist var [[náttúruleg höfn]] og [[skipalægi]] austan við [[Örfirisey]], en verslunarhús höfðu staðið á [[Hólmurinn (Reykjavík)|Hólminum]] vestan Örfiriseyjar. Skipalægið þótti ekki gott, sérstaklega þegar minni [[skúta|skútur]] tóku að landa [[fiskur|fiski]] þar á [[19. öldin|19. öld]], vegna strauma og vegna þess hve opið það var fyrir norðlægum [[vindur|vindáttum]]. Kaupmenn í Reykjavík höfðu þá reist nokkrar tré[[bryggja|bryggjur]] í víkinni en engin þeirra hæfði fyrir skip vegna grynninga og selflytja varð aflann í land með smábátum.
 
[[Image:Togari.jpg|thumb|right|Togari við [[Faxabakki|Faxabakka]] í Austurhöfninni.]]
Hafist var handa við að reisa höfnina fyrst árið 1913 vegna ótta verslunareigenda í Kvosinni við áform um að reisa hafnir annað hvort í [[Nauthólsvík]] í landi [[Skildinganes]]s (í lögsagnarumdæmi [[Seltjarnarnes]]s) eða í [[Viðey]]. Að auki hafði hin náttúrulega höfn austan Örfiriseyjar versnað við að grandinn sem lá út í eynna rofnaði [[1902]] svo að sjór gekk látlaust yfir. Ofsaveður [[1910]] þar sem mörg skip slitnuðu upp og skemmdust í hafnarlegunni átti einnig þátt í að þrýsta á um framkvæmdir.