„Kanada“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Tegel (spjall | framlög)
m Tók aftur breytingar 93.95.74.129 (spjall), breytt til síðustu útgáfu 130.208.204.64
Lína 1:
{{Land
== canada er fkn drullulegt land ,eh ? ==
| nafn = Kanada
Sorry about that :P
| nafn_á_frummáli = Canada
| nafn_í_eignarfalli = Kanada
| fáni = Flag of Canada.svg
| skjaldarmerki =Coat_of_arms_of_Canada_rendition.svg
| kjörorð = A Mari Usque Ad Mare
| kjörorð_tungumál = latína
| kjörorð_þýðing = Frá hafi til hafs
| staðsetningarkort = Canada (orthographic projection).svg
| tungumál = [[enska]] og [[franska]]
| höfuðborg = [[Ottawa]]
| stjórnarfar = [[Þingbundin konungsstjórn]]
| staða = Stofnun
| atburður1 = [[Bresku Norður-Ameríkulögin]]
| atburður2 = [[Westminstersamþykktin]]
| atburður3 = [[Kanadalögin]]
| dagsetning1 = [[1. júlí]] [[1867]]
| dagsetning2 = [[11. desember]] [[1931]]
| dagsetning3 = [[17. apríl]] [[1982]]
| titill_leiðtoga = [[Bretadrottning|Drottning]]<br />[[Landstjóri Kanada|Landstjóri]]<br />[[Forsætisráðherra Kanada|Forsætisráðherra]]
| nöfn_leiðtoga = [[Elísabet 2.]]<br />[[David Johnston]]<br />[[Stephen Harper]]
| stærðarsæti = 2
| flatarmál = 9.984.670
| hlutfall_vatns = 8,92
| mannfjöldaár = 2014
| mannfjöldasæti = 37
| fólksfjöldi = 35.675.834
| íbúar_á_ferkílómetra = 3,41
| VLF_ár = 2013
| VLF = 1.825
| VLF_sæti = 10
| VLF_á_mann = 51.871
| VLF_á_mann_sæti = 10
| VÞL = {{stöðugt}} 0.902
| VÞL_ár = 2013
| VÞL_sæti = 8
| gjaldmiðill = [[Kanadískur dalur|dalur]]
| tímabelti = [[UTC]]−3,5 til −8
| þjóðsöngur = [[O Canada]]
| tld = ca
| símakóði = +1
}}
'''Kanada''' er annað stærsta landið í heiminum að flatarmáli, og þekur nyrðri hluta [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Kanada er ríkjasamband, sem samanstendur af tíu [[Kanadísk fylki og yfirráðasvæði|fylkjum]] og þremur [[Kanadísk fylki og sjálfstjórnarsvæði|sjálfstjórnarsvæðum]]. Kanada er [[þingbundið konungsríki]] og í [[Stjórnarskrárbundin konungsstjórn|konungssambandi]] við [[Bretland]]. Það var upprunalega myndað með [[Bresku Norður-Ameríku lögin|Bresku Norður-Ameríku lögunum]] frá [[1867]] og kallað „sjálfstjórnarsvæðið Kanada“. Opinber tungumál eru [[enska]] og [[franska]].
 
Í Kanada er þingræði og þingbundin konungsstjórn. [[Elísabet 2.]] Bretadrottning er núverandi þjóðhöfðingi landsins. Landið hefur tvö ríkistungumál: [[enska|ensku]] og [[franska|frönsku]]. Það er fjölmenningarsamfélag sem er afleiðing aðflutnings fólks frá mörgum þjóðum. Í Kanada búa um 35 milljón manns. Efnahagur landsins er einn sá stærsti í heiminum sem treystir mjög á náttúruauðlindir og verslunarsamninga. Samband Kanada við [[Bandaríkin]] hefur haft mikil áhrif á efnahag þess og menningu.
 
== Yfirlit ==
Höfuðborg Kanada er [[Ottawa]], þar situr [[löggjafarþing]] landsins og þar búa líka [[yfirlandstjóri Kanada]], sem er fulltrúi Elísabetar Bretadrottningar, formlegs þjóðarleiðtoga Kanada, og [[forsætisráðherra]]nn.
 
Vegna þess að ríkið er upprunalega sameining breskra og franskra nýlendna er Kanada meðlimur í bæði [[Breska samveldið|Breska samveldinu]] og „[[La Francophonie]]“. Kanada er formlega tvítyngt ríki: [[Franska]] er töluð mestmegnis í austurfylkjunum [[Quebec]], [[New Brunswick]], austur-[[Ontario]] og í ákveðnum samfélögum [[Atlantshaf]]smegin og í vestri. [[Enska]] er töluð alls staðar annars staðar nema í smærri samfélögum og meðal innfæddra.
 
Fjórir stærstu [[Kanadískir stjórnmálaflokkar|stjórnmálaflokkarnir]] halda flestum, ef ekki öllum, sætum á þinginu.
 
Kanada er tæknilega þróað og iðnvætt ríki, sem er sjálfbært í orkuframleiðslu, þökk sé stórum náttúrulegum birgðum af [[jarðefnaeldsneyti]], ásamt [[kjarnorka|kjarnorku-]] og [[vatnsorka|vatnsorkuframleiðslu]]. Efnahagur þess hefur lengi treyst sérstaklega á [[náttúrulegar auðlindir]] og viðskipti, þá sérstaklega við [[Bandaríkin]]. Þrátt fyrir að fjölbreytni hafi yfirleitt aukist mikið í kanadísku efnahagslífi þá eru enn þá mörg héruð, sem treysta á vinnslu og sölu náttúrulegra auðlinda.
 
== Nafn ==
Nafnið „Canada“ er talið hafa átt uppruna sinn úr [[Huron-Iroquoi]] orðinu ''kanata'', sem þýðir „þorp“, „byggð“ eða „kofaþyrping“. Það vitnar til Stadacona, sem var byggð, þar sem nú stendur borgin [[Québecborg|Quebec]]. Kort, sem gerð voru af evrópskum landnámsmönnum, sýna að nafnið ''Kanadaá'' var gefið ánni, sem rennur í gegnum [[Ottawa]] og [[Saint Lawrence á]]nni, sem rennur sunnan við [[Montréal]]. Líkleg tilgáta bendir til þess, að áin hafi fengið nafn sitt eftir litlu þorpi, og aðliggjandi landi, sem stóð á bakka hennar.