„Karnak“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: Karnak er í Kena í Efra-Egyptalandi. Hin miklu hof í Karnak teygjast ca 3 km norðaustur frá Luxor, þar sem áður stóð gamla ríkisborgin Þeba í nágrenni nútímaþorpsins...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 7. september 2015 kl. 10:26

Karnak er í Kena í Efra-Egyptalandi. Hin miklu hof í Karnak teygjast ca 3 km norðaustur frá Luxor, þar sem áður stóð gamla ríkisborgin Þeba í nágrenni nútímaþorpsins Karnak. þar er m.a. stóra Amunhofið, Konshofið, hátíðarhof Tútmosar III auk fleiri bygginga, sem krefjast verulegs skoðunartíma.

Steinlögð gata, girt liggjandi hrútstyttum með andlit Amenofis III á milli framlappanna, lá á milli Luxorhofsins og hofsvæðisins í Karnak í norðri. Þar er svingsgatan fyrir framan Konshofið en hún er hluti þessa gamla 'hrútastrætis'. Hrútastrætið liggur að hliði, sem Ptolemaios III Euergetes I reisti og í því er gróp með vængjaðri sól, sem er suðvesturinngangur **hofssvæðisins í Karnak. Lágmyndirnar sýna byggjandann færa þebísku guðunum fórnir.

Handan hliðsins leiðir röð svingsa, sem Ramses XI (síðasti faraóinn af þeirri ætt) reisti, að Konshofinu. Konshofið var helgað tunglguðnum, syni Amons Ra og Mut og er stórkostlegt dæmi um slíkar hofbyggingar nýja ríkisins. Ramses III stofnaði helgidóminn, þótt skreytingar og lágmyndir, að undanskildum innstu klefum og sölum hofsins, séu frá tímum Ramses IV og XII og prestkonungsins Herihor, eftirmanna hans.

Inngangurinn í hofið er 32 m langur, 10 m breiður og 18 m hátt turnhlið. Í forhlið hans eru skot fyrir flaggstangir. Lágmyndirnar á turnunum sýna æðstaprest 21. höfðingjaættarinnar með konu sinni að færa ýmsum guðum fórnir. Framan við hvern turn var súlnasalur með tréþaki. Undirstöður súlnanna eru einu merkin um þessa súlnasali.

    • Stóra Amunhofið var að mestu byggt á tímabilinu 1661-1785 f.Kr. eftir ýmsum teikningum, því að hver faraóinn á fætur öðrum reyndi að taka fyrirrennurum sínum fram við skreytingar þess og glæsileika.
  • Helgidómur Ptah, verndarguðs Memfis, var byggður á dögum Thutmosis III en Eþíóparnir Schabako og nokkrir Ptolemeanna stækkuðu það og endurnýjuðu