„Bashar al-Assad“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Bashar Hafez al-Assad''' ([[arabíska]]: بشار حافظ الأسد‎ ''Baššār Ḥāfiẓ al-ʾAsad'', f. [[11. september]] [[1965]]) er [[forseti Sýrlands]], höfðingi [[Sýrlenski herinn|Sýrlenska hersins]] og leiðtogi [[Ba'ath]]-flokksins. Hann tók við forsetaembættið af föður sínum [[Hafez al-Assad]], sem var leiðtogi Sýrlands í 30 ár til dauðadags. Assad útskrifaðist í læknisfræði við [[haskólinn í Damaskus|haskólann í Damaskus]] árið 1988 en eftir það hóf hann starf sem læknir í hernum. Fjórum árum síðar fór hann í framhaldsnám í [[augnlæknisfræði]] við [[Western Eye Hospital]] í London.
 
Eftir dauða bróður síns árið 1994 var Assad kallaður aftur til Sýrlands til að taka við stöðu bróður hans sem [[óumdeildur arftaki]] forsetaembættis. Þá fór hann í herskóla og sá um [[hertak Sýrlands í Líbanon]] árið 1998. Í desember árið 2000 giftist hann konu sinni [[Asma Assad]]. Assad var kosinn forseti Sýrlands árin 2000 og 2007, eftir að [[Sýrlenska alþýðuráðið]] bauð hann fram tvisvar án keppenda. Assad stjórnar [[einræði]]slegri ríkisstjórn. Stjórnin hefur lýst sjálfri sér sem veraldlegri, en sérfræðingar eru þeirra skoðunar að hún nýti sér ýfingar milli þjóðar- og sértrúarhópa til að halda valdi sínu.
 
Í upphafi töldu bæði innlendir og alþjóðlegir athugendur Assad umbótasinna, en þessi skoðun breyttist þegar hann skipaði herferð gegn mótmælendum í [[Arabíska vorið|Arabíska vorinu]], sem leiddi til [[Borgarastríðið í Sýrlandi|borgarstríðsins í Sýrlandi]]. Stjórnarandstaðan í Sýrlandi, [[Bandaríkin]], [[Kanada]], [[Evrópusambandið]] og meirihluti aðildarríkja að [[Arababandalagið|Arababandalaginu]] hafa kallað á afsögn Assads. Á borgarastríðinu gerðu [[Sameinuðu þjóðirnar]] hann meðsekan í [[stríðsglæpur|stríðsglæpum]] og [[glæpur gegn mannkyni|glæpum gegn mannkyni]]. Hann er efst á lista [[Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn|Alþjóðlega sakamáladómstólsins]] yfir einstaklinga sem bera mesta ábyrgð fyrir stríðsglæpi. Áætlað er að 200.000 [[pólitískur fangi|pólitískir fangar]] hafi verið í varðhaldi í janúar 2015 fyrir að mótmæla stjórn Assads.