„Max Weber“: Munur á milli breytinga

m
Tók aftur breytingar 82.148.70.9 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot
m (Tók aftur breytingar 82.148.70.9 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Dexbot)
 
== Ævi ==
Hann fæddist í [[Erfurt]] í [[Thϋringen]] og var sonur umsvifamikils lögmanns þar í borg er sat um skeið á prússneska þinginu og ríkisþinginu í [[Berlín]]. Móðir Webers var surti aftur á móti mjög trúrækinn og heittrúaður kalvínstrúarmaður. Weber var framúrskarandi námsmaður og lauk hinu meira [[doktorspróf]]i við Háskólann í Berlín árið 1891. Sérsvið hans var réttarsaga, en rannsóknir hans í þeirri grein gengu einnig mjög inn á svið hagsögu.
 
Weber var undir áhrifum frá tveimur skólum hugsunar, annars vegar var það þýski sagnfræðiskólinn þar sem hann tók margt frá [[Heinrich Rickert]], og hins vegar var það [[Karl Marx|marxíski]] hagfræðiskólinn. Afskipti hans af þýska sagnfræðiskólanum leiddu til þess að hann dróst inn í deilur um aðferðafræði. Þar varð hann að taka afstöðu sem var gagnrýnin í garð sögulegrar hagfræði og aðferða náttúruvísindanna.
 
== Félagsvísindin ==
Weber er þekktur fyrir margvísleg framlög hans til félagsvísindanna. Hann hefur haft varanleg áhrif hugmyndum manna á sviði félagsfræði, lögfræði, hagfræði, stjórnmálafræði, trúarbragðafræði og sagnfræði. Þekktasta verk hans er vafalaust ''Siðfræði mótmælenda og andi auðhyggjunnar'' (þ. Die protestantische Ethik und der Geist des Kapitalismus) (1905) en í þeirri bók kannaði hann tengsl [[kalvínismi|kalvínisma]] og þróun [[kapítalismi|kapítalisma]]. Weber var sérlega áhugasamur um áhrif trúarbragða á mennningu og rannsakaði ítarlega öll helstu [[trúarbrögð]]in.
 
Weber setti fram þá skilgreiningu á nútíma[[ríki]]ð sem oftast er vísað í að það væri samfélag manna sem gerði viðurkennda kröfu til einokunar á réttmætri beitingu [[ofbeldi]]s á afmörkuðu landsvæði.