„William A. Craigie“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 6 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q2005797
Sylgja (spjall | framlög)
Lína 17:
 
== William Craigie og Ísland ==
William Craigie dvaldist í Kaupmannahöfn veturinn 1892–1893 til að læra betur Norðurlandamálin. Kynntist hann þar nokkrum Íslendingum, svo sem [[Valtýr Guðmundsson|Valtý Guðmundssyni]] og [[Þorsteinn Erlingsson|Þorsteini Erlingssyni]] og lærði íslensku til hlítar. Í grúski á söfnum þar rakst hann á handrit að ''Skotlandsrímum'' eftir síra [[Einar Guðmundsson]] á [[Staður á Reykjanesi|Stað á Reykjanesi]], frá fyrri hluta 17. aldar. Rímurnar fjalla um samsæri gegn [[Jakob 6.]] Skotakonungi árið 1600. Tók Craigie afrit og gaf rímurnar út í vandaðri útgáfu í Oxford 1908. Fékk hann þá áhuga á rímum, sem entist meðan hann lifði.
 
Þó að íslensk viðfangsefni hafi aðeins verið hjáverk í störfum Williams A. Craigies, þá er sá þáttur nokkuð drjúgur, sbr. ritaskrá. Mest beitti hann sér í þágu íslenskra rímna, sem hann taldi merkilegar ekki aðeins sem bókmenntagrein, heldur einnig sem málfarslegar og menningarsögulegar heimildir. Hann hvatti til þess að stofnað yrði félag til útgáfu á rímum og varð það að veruleika haustið 1947, þegar [[Rímnafélagið]] var stofnað.
Lína 25:
Sir William A. Craigie var sýndur margvíslegur sómi fyrir störf sín, hann var sleginn til riddara 1928, þegar lokið var fyrstu útgáfu ''Oxford English Dictionary''. Hann fékk riddarakross [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 1925, og stórriddarakross 1930. Hann varð heiðursfélagi [[Hið íslenska bókmenntafélag|Hins íslenska bókmenntafélags]] 1916 og Rímnafélagsins frá stofnun, 1947, og heiðursdoktor frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1946. Hann var félagi í mörgum vísindafélögum.
 
[[Snæbjörn Jónsson]] bóksali var mikill vinur Craigies og var óþreytandi að vekja athygli á störfum hans í þágu Íslendinga.
 
== Nokkur rit um íslensk og norræn efni ==