„Konstantínus mikli“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
Titill = Rómverskur keisari |
image_name = Rome-Capitole-StatueConstantin.jpg |
valdatími = 306 – 337<br />ásamtmeð [[Flavius Valerius Severus|Severusi]] (306 – 307),<br />ásamtmeð [[Galerius]]i (306 – 311),<br />ásamtmeð [[Licinius]]i (308 – 324) og<br />í samkeppni við [[Maxentius]] (306 – 312) |
fæddur = 27. febrúar 272<br /> í Naissus |
dáinn fæðingarstaður = 22.Naissus maí 337<br /> ínúverandi Nicomediu[[Serbía|Serbíu]]) |
dáinn = 22. maí 337 |
dánarstaður = Nicomedia (í núverandi [[Tyrkland|Tyrklandi]]) |
forveri = [[Constantius Chlorus]] |
eftirmaður = [[Constantinus 2.]], [[Constantius 2.]] og [[Constans]] |
Lína 16 ⟶ 18:
}}
 
'''Gaius Flavius Valerius Aurelius Constantinus''' ([[27. febrúar]] [[272]] – [[22. maí]] [[337]]), oft kallaður '''Konstantínus mikli''' eða '''heilagur Konstantínus''' (af [[Austur-kaþólskaRétttrúnaðarkirkjan|austur-kaþólskumRétttrúnaðarkirkjunni]]), var [[Rómarkeisari|keisari]] [[Rómaveldi]]s á árunum 306 til [[337]]. Hann er frægastur fyrir að hafa lögleitt [[kristni]] inn í [[rómverska keisaradæmið]] árið 313 og fyrir að halda [[kirkjuþingið í Nikeu]] árið 325. Hann er einnig þekktur fyrir að hafa endurbyggt borgina Byzantion, sem hann nefndi þá ''Nova Roma'' (Nýja Róm), en nafni hennar var síðar breytt í [[Konstantínópel]] honum til heiðurs. Hann gerði hana að höfuðborg Rómaveldis og varð hún síðar höfuðborg [[austrómverska keisaradæmið|austrómverska keisaradæmisins]].
 
== Leiðin til valda ==
Konstantínus var sonur [[Constantius Chlorus|Constantiusar Chlorusar]] og Helenu. Constantius Chlorus hafði verið í lífvarðasveit [[Aurelianus]]ar og verið skipaður landsstjóri í Dalmatiu, af [[Diocletianus]]i. Árið [[288]] var Constantius Clorus skipaður yfirmaður lífvarðasveitar [[Maximianus]]ar og giftist á svipuðum tíma Theodoru, stjúpdóttur Maximianusar, eftir að hafa skilið við Helenu.
 
Árið [[293]] var [[Fjórveldisstjórnin|fjórveldisskipulagið]] kynnt til sögunnar þegar Diocletianus og Maximianus (sem höfðu titilinn ''augustus''), skipuðu hvor um sig einn undirkeisara (''caesar''). Constantius Chlorus var útnefndur ''caesar'' í vesturhluta Rómaveldis af Maximianusi og á sama tíma útnefndi Diocletianus [[Galerius]] sem sinn undirkeisara. Eftir útnefningu föður síns flutti Konstantínus til hirðar Diocletianusar í Nicomediu (núverandi [[Izmit]] í [[Tyrkland]]i).
 
Þegar Diocletianus og Maximianus sögðu af sér árið 305 varð Constantius Clorus yfirkeisari (''augustus'') í vesturhluta Rómaveldis og Galerius í austurhlutanum. Við skipun undirkeisara var hinsvegar gengið var framhjá Konstantínusi því [[Flavius Valerius Severus]] var skipaður ''caesar'' í vesturhlutanum og [[Maximinus Daia]] í austurhlutanum. Að sama skapi var gengið framhjá [[Maxentius]]i syni Maximianusar.
 
Síðar á árinu 305 yfirgaf Konstantínus Nicomediu og fór ásamt föður sínum í herferð gegn Pictum í [[Skotland]]i. Herferðin entist fram á árið 306 án teljandi árangurs en heilsa Constantiusar Chlorusar fór sífellt versnandi og hann lést í júlí 306, í Eboracum ([[York]]). Herdeildirnar í [[Bretland]]i lýstuhylltu Konstantínus þá sem keisara (''augustus'') yfir vesturhluta Rómaveldis en Galerius vildi að Severus yrði ''augustus'' og bauð Konstantínusi að verða undirkeisari (''caesar''), sem Konstantínus samþykkti. Svæðið sem Konstantínus stjórnaði var [[Bretland]], [[Gallía]], [[Hispania]] og sá hluti [[Germania|Germaniu]] sem var sunnan [[Rín (fljót)|Rínar]]. Höfuðborg hans var Augusta Treverorum ([[Trier]]).
 
== Valdatíð ==
=== CaesarUndirkeisari í vesturhluta Rómaveldis ===
[[Mynd:Yorkconstantine.jpg|thumb|left|Stytta af Konstantínusi í York þar sem hann var fyrst hylltur sem keisari.]]
Fjórveldisskipulagið stóð því enn; tveir yfirkeisarar (''augustus'') og tveir undirkeisarar (''caesar''). Málin flæktust hinsvegar nokkrum mánuðum síðar þegar Maxentius var lýstur augustus í [[Róm]]. Severus fór þá með her gegn honum en Maxentius mútaði herdeildum Severusar og Severus var tekinn til fanga og síðar tekinn af lífi. Því næst freistaði Galerius þess að kveða niður þessa uppreisn Maxentiusar en mistókst að ná Róm á sitt vald og neiddist til að flýja.
Lína 36 ⟶ 38:
Maximianus steig þá aftur fram á sjónarsviðið og fékk Konstantínus til þess að lýsa yfir stuðningi við Maxentius en í staðinn studdi Maximianus að Konstantínus tæki sér titilinn ''augustus''. Til að innsigla samkomulagið giftist Konstantínus Faustu, dóttur Maximianusar. Konstantínus veitti Maxentiusi þó engann hernaðarlegan stuðning. Maximianus fór þá til sonar síns í Róm en sinnaðist fljótlega við hann og reyndi að ræna völdum af honum. Maxentius hafði hinsvegar meiri stuðning og Maximianus neyddist til að yfirgefa borgina.
 
Árið [[308]] var svo haldin ráðstefna til þess að reyna að bjarga fjórveldisskipulaginu. Niðurstaða ráðstefnunnar var sú að Galerius var áfram ''augustus'' í austurhlutanum og Maximinus Daia var ''caesar''. Í vesturhlutanum var [[Licinius]], vinur Galeriusar, skipaður ''augustus'' en Konstantínus var ennþá ''caesar''. Konstantínus hafði reyndar byrjað að kalla sjálfan sig ''augustus'' fyrir ráðstefnuna og hann hélt því áfram eftir hana. Maxentius og Maximianus voru hvorugur opinberlega viðurkenndir sem keisarar á ráðstefnunni, en Maxentius hafði þó ennþá stuðning í Róm.
 
Maximianus dvaldi við hirð Konstantínusar í [[Gallía|Gallíu]] á árunum [[309]] til [[310]] en gerði þá eina tilraun enn til þess að ná keisaratitli. Konstantínus hafði þá sett hann yfir hluta herafla síns, sem átti að vera til taks ef Maxentius myndi ráðast inn í Gallíu. Maximianus tilkynnti þá að Konstantínus hefði látist og lýsti sjálfan sig keisara. Hermennirnir voru hinsvegar hliðhollir Konstantínusi og Maximianus neyddist til að flyja. Konstantínus náði honum þó fljótlega og tók til fanga. Stuttu síðar framdi Maximianus sjálfsmorð.
 
=== Átök um völdin ===
[[Mynd:132 Licinius.jpg|thumb|right|Licinius. Hann var fyrst bandamaður Konstantínusar en síðar andstæðingur.]]
Fjórveldisskipulagið hrundi endanlega eftir að Galerius lést, árið [[311]]. Í kjölfarið mynduðu Konstantínus og Licinius hernaðarbandalag gegn Maxentiusi og Maximinusi Daia. Licinius barðist við Maximinus um yfirráð yfir austurhlutanum á meðan Konstantínus barðist við Maxentius um völd í vesturhlutanum. Herir Konstantíusar og Maxentiusar mættust í þremur bardögum árið [[312]] og bar Konstantínus sigurorð í þeim öllum. Í síðasta bardaganum, við Milvian brúnna rétt fyrir utan Róm, féll Maxentius. Eftir það var Konstantínus eini keisarinn í vesturhlutanum.
 
Árið [[313]] náði Licinius að sigra Maximinus Daia og tryggja sér þar með völd í austurhluta Rómaveldis. Heimsveldinu var nú skipt á milli þeirra; Licinius stjórnaði austurhlutanum og Konstantínus vesturhlutanum. Bandalag þeirra Konstantínusar og Liciniusar stóð þó ekki lengi því herir þeirra börðust í bardaga annaðhvort árið [[314]] eða [[316]] og í öðrum árið [[317]], en eftir það komust þeir að samkomulagi um vopnahlé og að þeir myndu skipa syni sína í stöðu undirkeisara. [[Crispus]] og [[Constantinus 2.]], synir Konstantínusar, og Licinianus, sonur Liciniusar, urðu því allir ''caesar'' árið 317.
 
Næstu árin héldu Konstantínus og Licinius friðinn en stríð braust út á milli þeirra aftur árið 324. Ástæðan var sú að umburðarlyndi Liciniusar í garð kristinna var farið að minnka og það sætti Konstantínus sig ekki við. Herir þeirra mættust í þremur bardögum og hafði Konstantínus betur í þeim öllum. Í kjölfarið var Licinius tekinn af lífi og Konstantínus var einn keisari yfir öllu Rómaveldi eftir það.
Lína 50 ⟶ 52:
[[Mynd:Byzantinischer Mosaizist um 1000 002.jpg|thumb|left|[[Mósaík]]mynd af Konstantínusi í [[Hagia Sofia|Hagiu Sofiu]].]]
=== Konstantínus og kristni ===
Konstantínusar er einna helst minnst fyrir það að hafa verið fyrsti [[kristni]] keisari Rómaveldis. Það er ekki ljóst hvenær á lífsleiðinni hann snerist til kristinnar trúar en hann lét ekki skíra sig fyrr en árið [[337]], skömmu áður en hann lést.
 
Árið [[313]] gáfu Konstantínus og Licinius út sameiginlega tilskipun sem kvað á um að öll trúarbrögð væru lögleg innan heimsveldisins. Þar með var ekki lengur refsivert að aðhyllast kristna trú. Alla tíð síðan hefur Konstantínus verið álitinn dýrlingur á meðal ýmissa kirkjudeilda.
 
Árið [[325]] hélt Konstantínus [[kirkjuþingið í Nikeu]]. Þar var reynt að samþætta kenningar hinna mismunandi greina kristninnar sem þá höfðu myndast í Rómaveldi.
 
=== Síðustu árin ===
Árið [[326]] lét Konstantínus taka son sinn Crispus og Faustu eiginkonu sína af lífi. Crispus var ekki sonur Faustu heldur Minervinu, fyrri konu Konstantínusar. Crispus hafði verið gerður að ''caesar'' árið 317 og hann hafði hjálpað föður sínum að sigra Licinius árið 324 er hann stýrði flota Konstantínusar sem bar sigurorð af flota Liciniusar. Ástæðurnar fyrir aftökunum eru ekki ljósar en hugsanlegt er að Crispus og Fausta hafi verið í leynilegu sambandi.
 
Árið [[330]] gerði Konstantínus ''Nova Roma'' (sem hét áður Byzantion) að höfuðborg Rómaveldis. Borgin var þá stækkuð til muna og eftir dauða Konstantínusar var hún nefnd [[Konstantínópel]] honum til heiðurs. Hún var svo höfuðborg [[Austrómverska keisaradæmið|Austrómverska keisaradæmisins]] í yfir 1000 ár eftir það.
 
Konstantínus var afar farsæll herforingi og eftir að hafa sameinað heimsveldið undir einum keisara einbeitti hann sér að því að berjast við [[germanir|germanska þjóðflokka]] á norður-landamærum ríkisins. Árið [[332]] barðist hann gegn [[Gotar|Gotum]] og árið [[334]] gegn Sarmatium. Árið [[337]] hafði hann skipulagt mikla herferð gegn Persum en hann veiktist áður en af henni varð.
 
Konstantínus lést [[22. maí]] 337. Synir hans þrír, sem hann átti með Faustu, [[Constantinus 2.]], [[Constantius 2.]] og [[Constans]] tóku þá við af honum sem keisarar.