Munur á milli breytinga „Bjórkjallarauppreisnin“

m
Málfarsleg leiðrétting
m
m (Málfarsleg leiðrétting)
'''Bjórkjallarauppreisnin''' ([[þýska]]: ''Hitlerputsch'', [[enska]]: ''Beer Hall Putsch'' eða ''Munich Putsch'') var misheppnuð valdaránstilraun [[Adolf Hitler|Adolfs Hitlers]], foringja [[Nasistaflokkurinn|Nasistaflokksins]], og [[Erich Ludendorff|Erich Ludendorffs]] hershöfðingja, í [[München]] í [[Bæjaraland|Bæjaralandi]] dagana [[8. nóvember|8.]] til [[9. nóvember]] árið [[1923]], á tímum [[Weimar-lýðveldið|Weimar-lýðveldisins]] í [[Þýskaland]]i. Uppreisnin leystist upp í skotbardaga á ''[[Odeonplatz]]''-torgi, og Hitler og Nasistaflokkurinn urðu fyrir miklum skakkaföllum.
 
Valdaránstilraunin átti sér stað í kjölfar mikilla efnahagslegra og pólitískra þrenginga í Þýskalandi sem fylgdu ósigrinum í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldinni]], en [[Verðbólga í Weimar-lýðveldinu|óðaverðbólga hafði geisað á árunum 1921-1923]] og [[Frakkland|Frakkar]] höfðu hernumið [[Ruhrhérað]] þegar stjórnvöld Weimar-lýðveldisins gátu ekki borgað þær stríðsskaðabætur sem [[Versalasamningurinn]] kvað á um. [[Öfgahægristefna|Hægri öfgamenn]] og [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnar]] í Bæjaralandi, undir leiðsögn Hitlers og Ludendorffs, gripu tækifærið til að ná völdum í München, höfuðborg Bæjaralands, í þeim tilgangi að hleypa af stað [[Bylting|þjóðbyltingu]] á landsvísu sem myndi binda enda á [[Lýðræði|lýðræði]] og stjórn [[Sósíaldemókratar|sósíaldemókrata]] í Þýskalandi, og leiða til stofnunar [[Einræði|valdboðsríkis]] að hætti þjóðernissinna.
 
Áformin gengu ekki eftir og nutu takmarkaðs stuðnings á landsvísu. 16 nasistar og 4 lögreglumenn Bæjaralands létu lífið í skotbardaganum á götum München sem varð til þess að binda enda á uppreisnina. Hitler var í kjölfarið handtekinn og dæmdur í fangelsi (á meðan Ludendorff var náðaður). Hann skrifaði bókina ''[[Mein Kampf]]'' meðan á fangelsisvistinni í [[Landsberg]] stóð, og var sleppt úr haldi eftir aðeins eitt ár. Þrátt fyrir bakslagið öðlaðist Hitler frægð og orðstír fyrir glapræðið, sem átti eftir að reynast honum og nasistunum dýrmætt síðar, þegar þeir [[Valdataka nasista í Þýskalandi|náðu völdum]] í Þýskalandi árið [[1933]].
861

breyting