„Finnmörk“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 3:
'''Finnmörk''' ([[norska]]: '''Finnmark''', [[norðursamíska]]: ''Finnmárkku fylkkagielda'') er stærsta og nyrsta [[Fylki Noregs|fylki]] [[Noregur|Noregs]], 48.649 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 72.000. Stærsti bærinn í fylkinu er [[Alta]], með um 17.000 íbúa. Höfuðstaður fylkisins er [[Vadsø]], með um 6000 íbúa. Í Finnmörku er helsta byggð [[Samíska|samískumælenda]] í Noregi og eru opinber skilti í fylkinu bæði á norsku og [[Norðursamíska|norðursamísku]] og einnig er opinber þjónusta á báðum málunum. Þing Sama situr í Karasjok.
 
Nafnið Finnmörk er fornt og þýðir ''Samaskógur'' en [[Samar]] voru kallaðir Finnar í Noregi fyrr á öldum. Samar voru frumbyggjar í Finnmörku og er þess oft getið í [[Konungasögur|konunugasögumkonungasögum]] og [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] að norskir menn fóru í her- eða verslunarleiðangra til Finnmerkur. Á 13. öld fóru þeir að setjast þar að og [[Hákon háleggur]] lét reisa virki í Vargey ([[Vardø]]) til að verja Finnmörk gegn ásókn úr austri. Norrænir menn eru nú meirihluti íbúanna. Finnmörk varð sérstakt lén undir nafninu Vardøhuslén, sem varð Vardøhusamt árið 1660. Árið 1787 breyttist nafnið í Finnmerkuramt og árið 1919 í Finnmerkurfylki.
 
== Sveitarfélög ==