„Sjálfsmorð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Alpinu (spjall | framlög)
m →‎Orsakir sjálfsvíga: French spelling (-> Émile)
Lína 11:
Umfjöllun um orsakir sjálfsvíga getur aldrei orðið tæmandi. Hver einstaklingur hefur eigin ástæður sem hann telur nægjanlegar til að svipta sig lífi og hvert tilvik verður að skoða í samhengi við einstaklinginn. Þrátt fyrir þetta eru nokkrar algengar skýringar á sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum.
 
Fyrsta tilraunin til að skrifa um sjálfsvíg á vísindalegan hátt var gerð af [[EmileÉmile Durkheim]] í lok 19. aldar. Margar niðurstaðna hans eru enn í fullu gildi en auknar [[rannsóknir]] ásamt breyttu þjóðfélagsmynstri hafa einnig útvíkkað og breytt niðurstöðunum. Eftirfarandi atriði eru algeng meðal þeirra sem fyrirfara sér: Viðkomandi er kominn á [[eftirlaun]], hann er atvinnulaus, fráskilinn, barnlaus, býr einn. Sjálfsvíg eru einnig algengari meðal fátækra, en athuga verður að [[fátækt]] er ekki bein orsök sjálfsvíga. Algengt er að fólk sem fyrirfari sér þjáist af [[geðsjúkdómar|geðsjúkdómum]], lang algengast er [[þunglyndi]].
 
Ekki eingöngu fólk sem þjáist af geðsjúkdómum fremur sjálfsvíg. Fólk sem þjáist af banvænum sjúkdómum kýs stundum að fyrirfara sér í stað þess að ganga í gegnum miklar þjáningar. Í sumum löndum [[Evrópa|Evrópu]] (t.d. [[Sviss]]) hafa sjálfsmorð einstaklinga sem þjást af banvænum sjúkdómum verið leyfð við mjög ákveðnar aðstæður. Í þeim tilfellum er oft talað um [[líknardráp]].