„Wilhelm Röpke“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 11 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q62444
Alpinu (spjall | framlög)
m French spelling (Etudes -> Études)
Lína 1:
'''Wilhelm Röpke''' ([[10. október]] [[1899]] - [[12. febrúar]] [[1966]]) var [[Þýskaland|þýskur]] hagfræðingur, áhrifamikill ráðgjafi [[Konrad Adenauer|Konrads Adenauers]] og [[Ludwig Erhard|Ludwigs Erhards]] og einn af stofnendum [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin-samtakanna]], alþjóðlegs málfundafélags frjálslyndra fræðimanna.
 
Röpke fæddist í [[Schwarmstedt]] rétt hjá [[Hannover]]. Faðir hans var læknir. Röpke lauk prófum í hagfræði og stjórnvísindum frá háskólunum í [[Göttingen]], [[Tübingen]] og [[Marburg]]. Hann varð hagfræðiprófessor í [[Jena-háskóli|Jena-háskóla]] 1925 og kenndi síðar í [[Graz]] og Marburg. Þegar [[Þjóðernisjafnaðarstefna|þjóðernisjafnaðarmenn]] tóku völd [[1933]], missti Röpke stöðu sína og varð eftir það að birta rit sín undir dulnefninu Ulrich Unfried. Hann fluttist til [[Tyrkland]]s, þar sem hann fékk kennarastöðu í Háskólanum í [[Istanbul]]. Hann var forseti [[Mont Pèlerin Society|Mont Pèlerin samtakanna]] 1961-1962, næstur á eftir [[Friedrich A. von Hayek]]. Eftir stríð hafði Röpke veruleg áhrif í Þýskalandi, sérstaklega á hina frjálslyndu efnahagsstefnu [[Ludwig Erhard|Erhards]], viðskiptaráðherra og síðar kanslara. Í ritum sínum boðaði Röpke hófsamlega [[Frjálshyggja|frjálshyggju]], svokallaða Ordo-frjálshyggju, þar sem gert var ráð fyrir víðtækari íhlutun ríkisins í atvinnulífinu, þó aðallega til stuðnings frjálsri samkeppni, en [[Chicago-hagfræðingarnir]] og [[Austurrísku hagfræðingarnir]] hugsuðu sér. Hann lagði mikla áherslu á ýmis sjálfvalin og sjálfsprottin tengsl manna, til dæmis fjölskyldu og kirkju. Hann var gagnrýninn á [[Evrópusambandið]], sem stofnað var með [[Rómarsáttmálinn|Rómarsáttmálanum]] 1957. Röpke kenndi frá 1937 til dánardags í [[Institut Universitaire de Hautes EtudesÉtudes Internationales]] (Rannsóknarstofnun í alþjóðamálum) í [[Genf]] í [[Sviss]].
 
==Helstu verk==