„Koxinga“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Koxinga '''Koxinga''' (kínverska: 國姓爺; pinyin: ''Guóxìngyé''; bókstaflega: „lávarður eftirnafns keisarans“) e...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:The_Portrait_of_Koxinga.jpg|thumb|right|Koxinga]]
'''Koxinga''' ([[kínverska]]: 國姓爺; [[pinyin]]: ''Guóxìngyé''; bókstaflega: „lávarður eftirnafns keisarans“) er titill '''Zheng Chenggong''' (kínverska: 鄭成功; pinyin: ''Zhèng Chénggōng''; [[27. ágúst]] [[1627]] – [[23. júní]] [[1662]]) sem var herforingi [[Syðra Mingveldið|Mingveldisins]] og [[sjórán|sjóræningi]] eftir að Mingveldið beið lægri hlut fyrir [[Tjingveldið|Tjingveldinu]] árið 1646. Hann fæddist í [[Japan]] en faðir hans var kínverski kaupmaðurinn og sjóræninginn [[Zheng Zhilong]]. Þegar hann var sjö ára fluttist fjölskylda hans til [[Fujian]] í Kína. Þar tók hann embættispróf við hirð keisarans 1638. Árið 1644 tók her [[Mansjúría|Mansjúmanna]] höfuðborgina [[Beijing]] og sótti hratt suður á bóginn. Árið 1645 varð [[Zhu Yujian]] keisari og setti upp hirð í [[Fuzhou]] í Fujian. Þar hélt Mingveldið út um skeið vegna herstyrks Zheng-fjölskyldunnar og náttúrulegra varna héraðsins. Árið 1646 gekk faðir Koxinga Tjingveldinu á hönd gegn því að gerast landstjóri yfir Fujian og [[Guangdong]]. Við það varð Koxinga foringi herja Zheng Zhilongs sem héldu baráttunni gegn Tjingveldinu áfram. Koxinga nýtti sér yfirburði á sjó til að ráðast á strendur Fujian en hann hafði ekki hernaðarlega getu til að halda héruðum í landi. Um 1650 var hann orðinn höfuð Zheng-fjölskyldunnar og lýsti yfir hollustu við eina eftirlifandi Mingkeisarann, [[Zhu Youlang]]. Árið 1661 réðist hann á [[Taívan]] sem þá hafði verið undir hollenskri stjórn í 38 ár. Frumbyggjar eyjarinnar gengu í lið með honum og þann 1. febrúar 1662 gafst hollenski landstjórinn [[Frederik Coyett]] upp fyrir honum. HannKoxinga lést síðar sama ár úr [[malaría|malaríu]]. Sonur hans, [[Zheng Jing]], tók við af honum sem herstjóri Mingveldisins í Tungtu sem hann nefndi síðar [[Tungning]].
 
{{stubbur}}