„Adam Smith“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 18:
 
== Ævi og störf ==
[[File:Smith - Inquiry into the nature and causes of the wealth of nations, 1922 - 5231847.tif|thumb|''Inquiry into the nature and causes of the wealth of nations'', 1922]]
Adam Smith fæddist í smábænum [[Kirkcaldy]] í Skotlandi, faðir hans var tollgæslumaður en hann lést um hálfu ári fyrir fæðingu Adams. Fæðingardagur hans er óþekktur en vitað er að hann var [[skírn|skírður]] þann 16. júní 1723. Þegar Adam var aðeins fjögurra ára gamall rændi hópur [[sígauni|sígauna]] honum en maður nokkur sem átti leið hjá lét vita af staðsetningu barnsins og því tókst að endurheimta hann heilu og höldnu. Á árunum 1729-37 stundaði Adam nám í [[latína|latínu]], [[stærðfræði]], [[saga|sögu]] og [[skrift]] við Burgh-grunnskólann. Hann hóf nám í [[Háskólinn í Glasgow|Háskólanum í Glasgow]] fjórtán ára gamall þar sem hann nam undir leiðsögn [[Francis Hutcheson]]. Síðar stundaði hann nám við [[Oxford-háskóli|Oxford-háskóla]] en var ekki eins ánægður með námið þar og í Glasgow.