„Saffran“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link GA template (handled by wikidata)
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
'''Saffran''' (eða '''safran''' <ref>[http://lexis.hi.is/cgi-bin/ritmal/leitord.cgi?adg=leit&l=safran Orðabók Háskólans]</ref>) ([[fræðiheiti]]: ''Crocus sativus'') er [[fræni]] '''saffrankrókuss''' sem er lágvaxin planta af [[sverðlilja|sverðliljuætt]]. Saffran er upprunnið í [[Suður-Evrópa|Suður-Evrópu]] og í [[Litlu-Asía|Litlu-Asíu]] og notað sem [[krydd]] og litunarefni. Í [[fornöld]] var saffran vinsælt [[litunarefni]] við [[Miðjarðarhaf]]ið og gaf gulan lit. Saffran er allra dýrasta krydd sem til er, en oftast þarf lítið af því til að fá bragð. Hár kostnaður saffrans kemur til að mestu vegna þess hversu seinlegt verk er að safna því. Best er að steyta saffran eða mylja, gjarnan ásamt ofurlitlu af [[salt]]i eða [[Sykur|sykri]], sem hjálpar að mylja það. Þannig steytt leysist það betur upp en heilu þræðirnir.
 
Á tímabili var reynt að íslenska orðið saffran með því að nefna það ''safur'' <ref>[http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=415961&pageSelected=4&lang=0 Lesbók Morgunblaðsins 1926]</ref>. Í [[Ilíonskviða|Ilíonskviðu]] í þýðingu Sveinbjörns Egilssonar er saffran þýtt sem '''sóllaukur'''. Sömuleiðis í [[1001 nótt]] í þýðingu Páls Sveinssonar (útg. 1857).
 
== Saga saffrans ==