„Steindepill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 18:
}}
[[File:Stenskvätta - Oenanthe oenanthe.jpg|thumb|Steindepill]]
'''Steindepill''' ([[fræðiheiti]]: ''Oenanthe oenanthe'') er fugl sem var áður flokkaður með [[þrastaætt|þröstum]] en telst nú til [[grípaaætt|grípa]]. Steindepillinn er [[varpfugl]] á [[Ísland]]i. Hann er einnig þekktur sem ''Steinklappa'' og er það tilvísun í hljóðið sem hann gefur frá sér; líkt og steinum sé barið saman.
 
Steindepillinn tekur breytingum eftir árstíðum. Í sumarbúningi er karlfuglinn blágrár á kolli, hnakka og baki, svartur frá [[Goggur|nefi]] og aftur um augu og niður, á [[Vængur|vængjum]], og aftast á [[stél]]i (eins og T á hvolfi), mógulur á bringu og kverk, en fölari að neðanverðu. Rák ofan við augu er hvít og gumpur sömuleiðis. Kvenfuglinn er hins vegar móbrúnn á kolli, hnakka og baki. Augnrák sést varla og litur á vængjum er mósvartur, það er að segja mun ljósari en á karlfuglinum. Kverk og bringa eru mó- eða fölgul, kviður ljósastur. Nef beggja kynja er svart, og einnig fætur og augu. Á haustin er karlfuglinn gulbrúnni allur, og þar af leiðandi ekki ósvipaður kvenfuglinum. Og eins geta karlfuglar í fyrsta sumarbúningi líkst kvenfuglum. Honum er lýst sem skjótum á fæti, flugið lágt, tyllir sér oft og hossar sér þá með rykkjum og bukki, og þenur út stélfjaðrir um leið.