„The Legend of Korra“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 54:
* ''Book Four'' - 56 ára
 
'''Lin Beifong''' - Elsta dóttir Toph Beifong og lögreglustjóri Republic CityLýðveldisborgar. Hún er jarð- og málmbeygjari. Hún er mjög ströng og á við flókin fjölskyldumál að stríða. Hún handtekur Korru fyrir skemmdarverk í fyrsta þættinum en lærir svo að meta hana þegar Korra þroskast. Raddsett af Mindy Sterling.
* ''Book One'' - 50 ára
* ''Book Two'' og ''Book Three'' - 51 árs
Lína 63:
* ''Book Two'' og ''Book Three'' - 11 ára
* ''Book Four'' - 14 ára
'''Amon''' - Leiðtogi byltingarsinna Lýðveldisborgar að nafni "Jafnaðarsinnar" sem vilja útrýma öllum frumefnabeygjurum og byggja upp algjört jafnræði. Amon er hæfileikaríkur og hugrakkur bardagalistamaður sem hefur þann einstaka hæfileika að gera beygingarmátt einstaklings óvirkan varanlega. Raddsettur af Steve Blum.
 
'''Zaheer''' - Frumkvöðull hóps anarkista með það markmið að binda enda á Avatar hringrásina og steypa öllum ríkisstjórnum heimsins af stóli. Hann er heillandi, gáfaður og þolinmóður loftbeygingarmeistari sem nýtur góðs af heimspeki Lofthirðingjana. Raddsettur af Henry Rollins.
 
'''Kuvira''' - Grimmur fasisti sem er harðákveðin í að koma uppi lögum og reglum í Jarðkonungsdæminu með hernaði og eigin umsjón. Hún er stolt, metnaðargjörn, viljasterk og valdagráðug málmbeygjari sem gerir hvað sem er til að ná sínum markmiðum. Einnig er hún heillandi, það mikið að jafnvel Bolin og óteljandi íbúar Jarðkonungsdæmisins gengu í lið með henni í þeirri trú að einræði væri það besta til að halda uppi friði, sameiningu og sterku skipulagi. Raddsett af Zelda Williams.
 
== Þáttalisti ==