„Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ahjartar (spjall | framlög)
Jók við textann
Lína 3:
 
== Ævi ==
Benedikt var sonur [[Sveinbjörn Egilsson|Sveinbjarnar Egilssonar]] og konu hans, [[Helga Gröndal|Helgu Gröndal]], sem var dóttir [[Benedikt Gröndal eldri|Benedikts Gröndals landsyfirréttardómara]] og skálds. Hann lærði í [[Bessastaðaskóli|Bessastaðaskóla]] og nam síðan náttúrufræði og bókmenntir við [[Kaupmannahafnarháskóli|Hafnarháskóla]]. Hann kenndi síðan nokkur ár við [[Lærði skólinn|Lærða skólann]] í [[Reykjavík]] en hélt svo aftur utan og dvaldi um tíma í [[Þýskaland]]i og [[Belgía|Belgíu]]. Eftir það fór hann aftur í Hafnarháskóla og lauk þaðan meistaraprófi í [[norræn fræði|norrænum fræðum]] fyrstur Íslendinga. Hann fluttist síðan aftur til Íslands og dvaldi lengst af í Reykjavík og kenndi þar um nokkurra ára skeið við Lærða skólann. Benedikt var afar fjölhæfur maður. Hann var snilldar [[teikning|teiknari]], lagði sig eftir [[náttúrufræði]] og [[tungumál]]um, var ljóð[[skáld]] í [[rómantíska stefnan|rómantískum]] anda og samdi leikrit og sögur. Hann lést í litlu húsi sem stendurlengi stóð að baki [[Vesturgata|Vesturgötu]] 16, en þar bjó hann síðustu ár ævi sinnar. Húsið hefur nú verið endurbyggt og flutt að Fishersundi og nefnist Gröndalshús.
 
Frægasta verk hansBenedikts er líklega [[Heljarslóðarorrusta]], gamansaga um [[orrustan við Solferino|orrustuna við Solferino]] [[1859]] og ýmsa samtímaatburði aðra, erlenda sem innlenda. Söguna skrifaði hann í stíl [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] og er fyndni hennar ekki síst fólgin í þeim fáránleika sem skapast af því.
 
Benedikt Gröndal var einn af stofnendum [[Hið íslenska náttúrufræðifélag|Hins íslenska náttúrufræðifélags]] (HÍN) og fyrsti formaður þess. Formannstíð hans var 1889-1900. Hann var einnig einn af stofnendum [[Náttúruminjasafn Íslands|Náttúrugripasafns Íslands]] og annaðist rekstur þess um árabil.
 
Kona Benedikts var [[Ingigerður Tómasdóttir Zoega]] (d. 1881). Hún var um 20 árum yngri en hann. Saman eignuðust þau þrjár dætur en tvær þeirra dóu á unga aldri.
 
== Eitt og annað ==