„Saga Kópavogs“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gunnarkr (spjall | framlög)
m Vantaði bil á milli orða.
Lína 8:
Elstu merki um búsetu í landi Kópavogs eru í botni Kópavogs, norðan við ósa Kópavogslækjar, en þar fannst jarðhýsi sem talið er að geti verið frá 9. öld.<ref name="jardhysi>Guðrún Sveinbjarnardóttir. ''Rannsókn á Kópavogsþingstað''. Kópavogskaupstaður, 1986, bls. 77.</ref> Önnur forn bæjarstæði í landi Kópavogs eru Digranes, Hvammur (síðar Hvammskot og Fífuhvammur) og Vatnsendi. Fyrsta ritaða heimild um búsetu á Vatnsenda er frá 1234 og nafnið Kópavogur kemur fyrst fram í heimildum árið 1523. Á Þingsnesi við Elliðavatn er stórt rústasvæði, 6000-7000 m² að stærð, sem hefur vakið mikla athygli fornleifafræðinga. Jafnvel er talið að um sé að ræða hið forna Kjalarnesþing, en elstu rústir á svæðinu eru frá 10. öld. Kópavogsþing var staðsett á Þinghól í botni vogsins, en Bessastaðir voru mikilvægur staður á 17. öld og því þörf fyrir þingstað í nágrenninu. Íslendingar vildu þingstað utan lands Bessastaða og því varð Kópavogur fyrir valinu.<ref name="saga"/> Af heimildum virðist það hafa verið frekar stórt þing og á 16. öld voru uppi hugmyndir um að flytja Alþingi þangað, þó að til þess hafi aldrei komið. Erfðahyllingin árið 1662, oft kölluð Kópavogsfundurinn, fór fram á Kópavogsþingi. Fundurinn var haldinn til þess að fá Íslendinga til að samþykkja erfðaeinveldi Danakonungs. Þetta hafði það í för með sér að allt ríkisvald komst í hans hendur. Í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var erfðahyllingin notuð sem dæmi um yfirgang Dana á Íslendingum í gegnum tíðina.<ref name="konungsbref">{{vefheimild|url=http://www.archives.is/skolavefur/meira/kop_01_um.html|titill=Konungsbréf}}</ref><ref name="thingholl">{{vefheimild|url=http://www.kopavogur.is/index.php?option=com_content&task=view&id=177&Itemid=177|titill=Kópavogsbærinn og Þinghóll}}</ref>
 
Danski fræðimaðurinn Kristian P.E. Kålund segir svo frá jörðinni Kópavogi í ferðalýsingu sem var gefin út árin 1877-82: „Bærinn er áleiðumá leiðum og ömurlegum stað; umhverfis hann eru lág grýtt hæðardrög eða dökkleitar þýfðar mýrar.“ Árið 1870 bjuggu 46 í Kópavogi. Ekki eru til miklar heimildir um mannlíf í landi Kópavogsbæjar á síðustu öldum en þar var búið á nokkrum bæjum fram á 20. öld. Jarðirnar í Kópavogi voru leigujarðir og því voru ör skipti ábúenda. Því hefur verið haldið fram að þetta sé ástæðan fyrir að ekki er rótgróin saga í Kópavogi eða stórar ættir þaðan.<ref name="nafn">{{vefheimild|url=http://ferlir.is/?id=3516|titill=Ferlir - Kópavogur - fornleifar}}</ref><ref name="saga">Árni Waag (ritstj.), ''Saga Kópavogs - Saga lands og lýðs á liðnum öldum'' (Lionsklúbbur Kópavogs, 1990).</ref>
 
== Frumbýlisárin ==