„Lög um mannanöfn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 34:
=== Lögin 1925: Bann við ættarnöfnum ===
 
Stefna þeirra sem andvígir voru ættarnöfnum hlaut meirihluta þingsins árið 1925.<ref name="frumvarp1955" /> Bjarni Jónsson frá Vogi lagiðlagði árið 1923 fram frumvarp til laga um mannanöfn með þann tilgang að útrýma ættarnöfnum. Um 200 ný ættarnöfn höfðu þá verið samþykkt, til viðbótar við eldri ættarnöfn, frá því fyrri lög tóku gildi, 1914.<ref name="frumvarp1955" /> Frumvarpið var samþykkt í neðri deild þingsins en því var hafnað í efri deild. Í umræðum stakk Bjarni upp á að hver sá er skrifaði sig ættarnafni „skyldi greiða árlegan ''nafnbótarskatt'' – tíu krónur fyrir hvert atkvæði í nafninu.“ Telur Benný Sif Ísleifsdóttir hugmyndina um ættarnöfn sem skattstofn til marks um að litið hafi verið á ættarnöfn sem verðmæti og þar með sérréttindi. <ref name="bennysif" />
 
Árið 1925 lagði Bjarni frumvarpið fram aftur með þeim breytingum að allir þeir sem þegar báru ættarnöfn gætu haldið þeim en bannað yrði að taka upp ný. Eiginkonur karla með ættarnöfn gætu tekið þau upp, en þau erfðust ekki til barna þeirra. Benný Sif Ísleifsdóttir segir ákvæðið hafa reynst haldlítið „því fólk fór á svig við reglurnar með því að gefa börnum ættarnöfn við nafngjöf sem annað nafn af tveimur eða þriðja nafn. … Ættarnöfnin lifðu því enn góðu lífi og þeim hélt áfram að fjölga, löglegum ættarnöfnum sem og þeim ólöglegu.“<ref name="bennysif" /> (26) Sagt er að lögin frá 1925 hafi verið „dauður bókstafur því lítið sem ekkert var farið eftir þeim“.<ref name="viso">[http://visindavefur.is/?id=1405 Halldór Gunnar Haraldsson, „Hvenær voru lög um bann við ættarnöfnum samþykkt á Alþingi? Hvað yrði gert ef ég byggi til mitt eigið ættarnafn í dag?“, ''Vísindavefurinn'' 23.3.2001 (Skoðað 8.6.2014).]</ref> „Þau ættarnöfn sem upp voru tekin á árunum 1915–1925 ganga því í ættum með sama hætti og eldri ættarnöfn. Í öðru lagi hafa menn alla tíð frá gildistöku laga nr. 54/1925 tekið sér ný „ættarnöfn“, þrátt fyrir ákvæði laganna, og látið þau ganga til barna sinna og annarra niðja.“ Stjórnvöld höfðu lítil afskipti af þróun þeirra mála. <ref name="frumvarp1955" />