„Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Addbot (spjall | framlög)
m Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q181574
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:NAFTA_logo.png|thumb|right|Merki NAFTA]]
'''Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku''' ([[enska]]: ''North American Free Trade Agreement'', '''NAFTA'''; [[spænska]]: ''Tratado de Libre Comercio de América del Norte'', '''TLCAN''' eða '''TLC'''; [[franska]]: ''Accord de libre-échange nord-américain'', '''ALÉNA''') er [[samningur]] um [[fríverslun]] sem ríkisstjórnir [[Mexíkó]], [[BNA|Bandaríkjanna]] og [[Kanada]] gerðu með sér og gekk í gildi [[1. janúar]] [[1994]]. Samningurinn skapaði stærstu [[viðskiptablokk]] heims. Hann var meðal annars undir áhrifum frá [[Maastrichtsamningurinn|Maastrichtsamningnum]] frá 1992. Samningurinn tók við af [[Fríverslunarsamningur Kanada og Bandaríkjanna|Fríverslunarsamningi Kanada og Bandaríkjanna]] frá 1988.
 
Það sem helst einkennir samninginn er afnám [[tollur|tolla]] í skrefum. Samningurinn hefur verið gagnrýndur í öllum aðildarríkjunum meðal annars fyrir að styrkja menningarlegt og efnahagslegt forræði Bandaríkjanna í Kanada, fyrir að auka fólksflutninga gegnum suðurlandamæri Bandaríkjanna og fyrir að gefa bandarískum og kanadískum stórfyrirtækjum færi á að eignast mikilvægar auðlindir í Mexíkó. Sama dag og samningurinn gekk í gildi hóf [[Þjóðfrelsisher Zapatista]] uppreisn gegn ríkisstjórn [[Carlos Salinas de Gortari]] í héraðinu [[Chiapas]] í Mexíkó.