„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 144:
[[Mynd:Taipei101fireworks.jpg|thumb|right|180px|[[Flugeldar|Flugeldasýningar]] eru dæmi um [[samgæði]]. Hægt er að njóta flugelda án þess að þurfa að borga fyrir þá með beinum hætti.]]
 
Markaðsbrestir eru frávik frá forsendum fullkominnar samkeppni sem valda [[allratap]]i. [[Markaðsvald]], þegar einokun eða fákeppni er á markaðnum, er dæmi um markaðsbrest. Önnur dæmi um markaðsbresti eru ytri áhrif, [[útilokanleiki|óútilokanleiki]] og ófullkomnar eða [[ósamhverfar upplýsingar]]. Oft má bæta úr markaðsbrestum með ríkisinngripum, en ágæti slíkra ríkisinngripa eru þó meðal helstu álitamálanna í nútíma hagfræði.
 
[[Ytri áhrif]] verða þegar hagrænt atferli hefur í för með sér ábata eða kostnað fyrir þriðja aðila án þess að sá aðili hafi valið að hljóta ábatann eða kostnaðinn. Þau eru ýmist jákvæð eða neikvæð eftir því hvort um er að ræða ábata eða kostnað fyrir þriðja aðilann. Ytri áhrif verða vegna þess að [[viðskiptakostnaður]] og/eða skortur á vel skilgreindum [[eignarréttur|eignarrétti]] veldur því að þeir sem valda ytri áhrifunum og þeir sem verða fyrir þeim geta ekki samið sín á milli um lausn. Í slíkum tilfellum er oft hægt að auka samfélagslega velferð með ríkisinngripum, svo sem [[Pigou-skattar|Pigou-sköttum]] eða [[kvótakerfi|kvótakerfum]].<ref>Mankiw og Taylor (2008): 189-205</ref>