„Hagfræði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 39:
[[Búauðgisstefna]] er efnahagskenning sem á rætur að rekja til [[Frakkland]]s og lítur á hagkerfið sem hringrás sem drifin er áfram af [[náttúra|náttúrunni]]. Búauðgismenn töldu að allur virðisauki ætti sér stað í [[landbúnaður|landbúnaði]] og að hann væri þannig grundvöllur allrar annarrar efnahagsstarfsemi. Þeir lögðu til breytingar á skattkerfi síns tíma með það að leiðarljósi að auka framleiðni í landbúnaði. Búauðgisstefnan er oft talin vera fyrsta heilsteypta kenningin um gangverk hagkerfisins, en líkt og kaupskaparstefnan er hún ekki í samræmi við hagfræðiþekkingu nútímans.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 77-84</ref>
 
[[Mynd:AdamSmith.jpg|thumb|180px|right298x298px|[[Adam Smith]] var klassískur hagfræðingur og einn áhrifamesti hagfræðingur allra tíma.|left]]
 
===Klassísk hagfræði===
Lína 54:
 
{{aðalgrein|Marxismi|Kommúnismi}}
[[Mynd:Marx old.jpg|thumb|right|180px267x267px|[[Karl Marx]] var upphafsmaður [[marxismi|marxisma]] og einn af upphafsmönnum [[kommúnismi|kommúnisma]].]]
Um aldamótin 1800 setti hinn franski [[Saint-Simon]] fram þá kenningu að framþróun þekkingarinnar myndi leiða til stjórnarhátta þar sem samfélaginu væri stjórnað af vísindaráði með það að markmiði að hámarka iðnframleiðslu. [[Pierre-Joseph Proudhon]] var á öndverðum meiði; hann er oft talinn hafa verið fyrsti [[stjórnleysisstefna|anarkistinn]] og taldi hann að afnema bæri allt ríkisvald. Báðir voru þeir þó sammála um að hagsmunir einstaklinga í samfélaginu væru í grundvallaratriðum samþættir og að fólki bæri að vinna saman að sameiginlegum markmiðum.<ref>Ekelund og Hébert (2007):220-223, 231-234</ref>
 
Lína 66:
Nýklassísk hagfræði varð til í mörgum skrefum á [[19. öld|nítjándu öld]] og í byrjun þeirrar [[20. öld|tuttugustu]]. Árið [[1838]] birti franski [[stærðfræði]]ngurinn [[Antoine-Augustine Cournot|A.A. Cournot]] líkan sitt um hagnaðarhámörkun [[einokun|einkasala]] og nýtur það viðurkenningar enn þann dag í dag. [[Verkfræði]]ngurinn [[Jules Dupuit]] var sá fyrsti til að lýsa eftirspurnarferli sem byggir á jaðarnytjum og hafði framsæknar hugmyndir um [[kostnaðar- og ábatagreining]]u. Á seinni hluta átjándu aldar átti sér stað svokölluð „jaðarbylting” þegar ýmsir hagfræðingar komu á svipuðum tíma fram með kenningar um jöfnun jaðarnytja og jaðarkostnaðar. [[Carl Menger]] og [[William Stanley Jevons|W.S. Jevons]] lýstu því hvernig einstaklingar ráðstafa tekjum sínum þannig að jaðarnyt allra gæða séu jöfn. Jevons var jafnframt sá fyrsti til að aðgreina með skýrum hætti á milli jaðarnytja og heildarnytja. [[Léon Walras]] bjó til fyrsta heildarjafnvægislíkanið í hagfræði og [[Eugen Böhm-Bawerk]] setti fram öndvegiskenningar um vexti og fjármagn.<ref>Ekelund og Hébert (2007):267-335, 381-392</ref>
 
[[Mynd:Joan Robinson Ramsey Muspratt.jpg|thumb|right|180px264x264px|Joan Robinson endurbætti nýklassískar kenningar um [[einokun]] og var með helstu fylgismönnum [[John Maynard Keynes]].|left]]
 
Í bók sinni ''Principles of Economics'' sem kom út árið [[1890]] samræmdi hinn enski hagfræðingur [[Alfred Marshall]] nýklassískar kenningar um samkeppni og markaðsjafnvægi. Líkan hans um samspil framboðs og eftirspurnar til langs og skamms tíma, um kostnaðarferla fyrirtækja og um jafnvægi í fullkominni [[samkeppni]] eru með þekktustu og mest notuðu niðurstöðum í hagfræði. Marshall og nemandi hans [[Arthur Cecil Pigou|A.C. Pigou]] lýstu grundvallarhugtökum í velferðarhagfræði, þ.e. [[neytendaábati|neytenda-]] og [[framleiðendaábati|framleiðendaábata]] og [[ytri áhrif]]um.<ref>Ekelund og Hébert (2007):344-376</ref> Á [[1921-1930|þriðja]] og [[1931-1940|fjórða áratug]] [[20. öld|20. aldar]] tóku ýmsir hagfræðingar þátt í að bæta fyrri kenningar um markaði með því að lýsa markaðsformum sem höfðu eiginleika bæði einokunar og samkeppni. [[Edward H. Chamberlin]] lýsti líkaninu um [[einkasölusamkeppni]] og [[Joan Robinson]] endurbætti fyrri kenningar Cournot og Dupuit um einkasölu og [[verðmismunun]].<ref>Ekelund og Hébert (2007): 452-468</ref>
Lína 74:
 
Þjóðhagfræði varð til sem sérstök undirgrein hagfræði í byrjun [[20. öld|20. aldar]]. [[Irving Fisher]] endurbætti peningamagnskenninguna og hinn sænski [[Knut Wicksell]] skrifaði um samspil heildarframboðs og heildareftirspurnar, auk þess að lýsa ferlinu þar sem aukning peningamagns veldur aukinni eftirspurn eftir vöru og þjónustu. Á fjórða áratug 20. aldar olli [[John Maynard Keynes]] straumhvörfum í hagfræði með bók sinni ''Almenna kenningin um atvinnu, vexti og peninga''. Bókinni var ætlað að útskýra hvers vegna [[Heimskreppan|kreppan mikla]] hefði orðið jafn djúp og raunin var og hvernig þjóðir heims ættu að bregðast við henni. Keynes hafnaði hinu svokallaða [[lögmál Say|lögmáli Say]] sem segir að verðlag muni ávallt jafna heildarframboð og heildareftirspurn, og taldi að jafnvel þó hagkerfið væri í jafnvægi gæti viðhaldist töluvert atvinnuleysi vegna þess að nafnlaun væru tregbreytanleg. Meginniðurstaða Keynes var að hið frjálsa markaðshagkerfi gæti ekki komist úr kreppunni á eigin spýtur; ríkisinngrip væru nauðsynleg. Meðal mikilvægra hugtaka úr smiðju Keynes eru fjárfestingarmargfaldari, jaðarneysluhneigð og lausafjárgildra. Fylgismenn Keynes þróuðu kenningar hans í ýmsar áttir. [[John Hicks]] og [[Albert Hansen]] þróuðu [[IS-LM]] líkanið sem lýsir samspili peningamarkaðar og vörumarkaðar. Þar er meiri áhersla lögð á peningamálastefnu en í upprunalegum kenningum Keynes. Póstkeynesismi hélt hins vegar fast í þá skoðun Keynes að ríkisfjármál væru mikilvægasta tæki hagstjórnar.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 471-499</ref>
[[Mynd:Portrait of Milton Friedman.jpg|thumb|250x250px|[[Milton Friedman]] var einn áhrifamesti hagfræðingur 20. aldarinnar.]]
 
Árið [[1956]] setti [[Chicago-hagfræðingarnir|Chicago-hagfræðingurinn]] [[Milton Friedman]] fram endurbætta útgáfu af peningamagnsjöfnunni þar sem áhersla er lögð á langtímavæntingar um tekjur og verðlag og árið [[1968]] setti hann fram kenningu um lóðrétta [[Philipskúrfan|Philipskúrfu]]. Niðurstaða Friedman var að aukning peningamagns muni ekki leiða til aukningar framleiðslu til langs tíma heldur muni einungis valda varanlegri hækkun verðbólgu. Kenningar hans nutu vaxandi viðurkenningar á [[1961-1970|sjöunda]] og [[1971-1980|áttunda]] áratug 20. aldar þegar atvinnuleysi og verðbólga jukust samtímis víða á Vesturlöndum. Ásamt öðrum fylgismönnum [[frjálshyggja|frjálshyggju]] lagði Friedman til að ríkið minnki afskipti sín af hagkerfinu til þess að stuðla að aukinni skilvirkni.<ref>Ekelund og Hébert (2007): 500-508</ref> Nútíma þjóðhagfræði byggir bæði á keynesískum og nýklassískum grunni. Þjóðhagfræðingar reyna að spá fyrir um þróun efnahagsstærða með flóknum tölfræðilegum líkönum sem byggja meðal annars á forsendu um [[ræðar vændir]].<ref>Milani, F. og Rajbhandari, A. Expectation formation and monetary DSGE models: beyond the rational expectations paradigm.</ref>