„Marcus Antonius“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Muninn (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Marcus Antonius var mikilvægur stuðningsmaður [[Julius Caesar|Gaiusar Juliusar Caesars]], herforingi hans í Gallíu og fjarskyldur frændi hans. Í Gallíu stjórnaði Antonius riddaraliði Caesars í orrustunni við Alesiu, þar sem Caesar sigraði Vercingetorix, einn helsta hershöfðingja Galla. Eftir gallastríðin sendi Caesar Antonius til Rómar sem fulltrúa sinn, en samkvæmt lögum mátti Caesar ekki halda til Rómar með her sinn. Fljótlega þurfti Antonius þó að flýja Róm undan andstæðingum Caesars og hélt til Caesars þar sem hann var staddur við Rubicon ánna. Í kjölfarið hélt Caesar til Rómar með her sinn og hófst þar með borgarastríð milli Caesars og [[Pompeius]]ar.
 
Í borgarastríðinu var Antonius næst æðstur í her Caesars, á eftir Caesari sjálfum. Í [[Orrustan við Farsalos|orrustunni við Farsalos]] barðist Antonius með Caesari, og stjórnaði helmingi heraflans, gegn herafla Pompeiusar, sem var mun fjölmennari. Caesar vann orrustuna sem er álitin hafa verið úrslitaorrusta stríðsins. Þegar borgarastríðinu var lokið og Caesar orðinn einvaldur (''dictator'') skipaði hann Antonius sem ''magister equitum'' (stjórnandimeistari hestsins) sem þýddi í raun að Antonius var næstráðandi í Rómaveldi.
 
Eftir að Caesar var ráðinn af dögum myndaði Antonius stjórnmálasamband við [[Ágústus|Octavianus]] og [[Marcus Aemilius Lepidus (ræðismaður 46 f.Kr.)|Marcus Aemilius Lepidus]] og er það gjarnan nefnt [[þremenningasambandið síðara]]. Antonius var mestur herforingi þeirra þriggja og átti mestan heiðurinn af sigri þeirra Octavianusar á herjum [[Marcus Junius Brutus|Brutusar]] og [[Gaius Cassius Longinus|Cassiusar]] í [[Orrustan við Filippí|orrustunni við Filippí]] árið [[42 f.Kr.]]