„Ágústus“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Dexbot (spjall | framlög)
m Removing Link FA template (handled by wikidata)
Sweepy (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 37:
| style="vertical-align: top; text-align: left;" | [[Júlíanska-Cládíska ættin]]
|}
'''Ágústus''' einnig nefndur '''Augustus''', '''Caesar Ágústus''', '''Caesar Augustus''', '''Octavíanus''' eða '''Octavíanus Ágústus''' ([[Latína]]: <small>IMPERATOR CAESAR DIVI FILIVS AVGVSTVS</small><ref>''[[Imperator]] Caesar, sonur hins guðlega, Ágústus</ref>; [[23. september]] [[63 f.Kr.]] – [[19. ágúst]] [[14|14 e.Kr.]]), var fyrsti og einn mikilvægasti [[keisari]] [[Rómaveldi]]s, enda þótt hann upphefði ekki stöðu sína og kysi fremur titilinn ''[[princeps]]'', sem þekktist frá [[Rómverska lýðveldið|lýðveldistímanum]] og er venjulega þýddur „fyrstur borgaranna“. Nafn Ágústusar, sem hét raunverulega Octavíanus og þar áður Octavíus, var upphaflega virðingartitill (myndaður af sögninni ''augeo'', sem þýðir að auka eða upphefja, lofa eða dýrka), sem [[Rómverska öldungaráðið|öldungaráð Rómar]] veitti honum árið [[27 f.Kr.]] Sú venja er meðal sagnfræðinga að nota nafnið Octavíanus til að vísa til hans fyrir árið 27 f.Kr. en Ágústus eftir árið 27 f.Kr. Verður þeirri reglu fylgt hér.
 
Octavíanus var erfingi [[Júlíus Caesar|Júlíusar Caesars]], sem var ömmubróðir hans. Eftir morðið á Caesari gekk Octavíanus í bandalag með [[Marcus Antonius|Marcusi Antoniusi]] og [[Marcus Aemilius Lepidus|Marcusi Lepidusi]]. Þegar slitnaði upp úr bandalaginu kom til átaka milli Marcusar Antoniusar og Octavíanusar, sem hafði betur. Í kjölfarið komst Octavíanus til valda í Róm. Hann viðhélt hefðum rómverska lýðveldisins að forminu til en var í reynd sjálfráður einvaldur í yfir 40 ár. Valdatími hans myndar skiptinguna á milli [[Rómverska lýðveldið|lýðveldistímans]] og [[Rómverska keisaraveldið|keisaratímans]] í Róm en keisaratíminn er venjulega talinn hefjast árið 27 f.Kr. Hann batt enda á [[borgarastríð]] sem áður hafði geisað og leiddi Róm inn í nýjan tíma hagsælda og friðar, ''[[Pax Romana]]'' eða ''Rómarfriðarins''. Hann var giftur [[Livia Drusilla|Liviu Drusillu]] í 51 ár.