„Jón Sigurðsson (í bankanum)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Hreingerning, þarfnast samt meiri
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Jón Sigurðsson''', einnig þekktur sem '''Jón í bankanum''' ([[13. júlí]] [[1925]] – [[29. janúar]] [[1992]]) var [[Ísland|íslenskur]] [[harmónikka|harmónikkuleikari]], lagahöfundur, texta[[skáld]] og afkastamikill textasmiður en blómatími hans var í kringum 1960. Hann samdi bæði lög og texta og þekkt eru „Komdu niður“, „Í kjallaranum“ og „Einsi kaldi úr Eyjunum“ auk annarra. En þegar eftirspurnin var sem mest eftir íslenskum textum fékk Jón svo mikið að gera að textarnir „...runnu beinlínis frá honum eins og af færibandi. Hann sagðist oft hafa þurft að „rubba“ af textum“ (Gunnar L. Hjálmarsson 2001:35-36)[1]. Meðal laga og/eða texta sem Jón samdi eru „Ég er kominn heim“, „Komdu í kvöld“ og „Úti í Hamborg“.
 
== Æviágrip ==
Lína 18:
Hann fékk viðurnefnið „bankamaður" vegna spilamennskunnar því þeir voru svo margir alnafnarir sem voru í tónlistinni. Það voru Jón bassi, Jón trompett og einn spilaði á valdhorn í sinfóníuhljómsveitinni. Þetta gat valdið ruglingi og var hann því kenndur við bankann til aðgreiningar frá hinum og þannig festist þetta nafn við hann.
 
Hann hafði alltaf haft áhuga á tónlistinni og var mikill tónlistaráhugi í báðum ættum. hansHann spilaði á kirkjuorgel og eins bróðir hans sem auk þess stjórnaði karlakórnum Bjarma á Seyðisfirði. Einnig spilaði móðurbróðir hans á orgel. Hann var farinn að stelast í orgelið heima 10 ára gamall. HarmónikanHarmónikkan var samt alltaf verið hans aðal hljóðfæri, en í hljómsveitum hefur hann einnig spilað á hljómborð, píanó, trommur og gítar. Hann var sjálfmenntaður tónlistarmaður og það eina sem hann lærði var hjá bónda á næsta bæ, sem kenndi honum að þekkja nótur á orgel. 
 
Hann var 14 ára þegar hann samdi fyrsta lagið. Það var lagið „Komdu í kvöld". Þá var hann að fara á milli bæja á hesti og varð takturinn til eftir tölti hestsins. Þegar hann var kominn bæjarleiðina var lagið tilbúið. Lögin samdi hann oft þegar þegar hann var að leika sér á hljóðfæri og er orðinn leiður á því sem hann var að spila. Þá fór hann að gutla eitthvað frá sjálfum sér og lögin urðu til. Nú, ef honum fannst laglínan þess virði að gera eitthvað við hana, þá samdi hann texta líka og reyndi svo að gleyma því ekki. Yfirleitt urðu lögin til fyrst og er það sennilega vegna þess að hann hafði gert svo marga texta við erlend og innlend lög frá öðrum. Oftast reyndi hann að láta textann segja einhverja sögu eða ná ákveðinni stemmningu. Hann byrjaði að spila um fermingu og má segja að hann hafi verið að spila frá því. Fyrst spilaði hann á orgel á böllum innan sveitarinnar, síðan spilaði hann á tvöfalda hnappaharmonikku og svo stækkaði þetta smátt og smátt. Mér finnst töluverður munur á skemmtunum í dag og áður.
Lína 25:
 
== Heimildir ==
1. AnnarEinn þessara texta var við lagið „Vagg og velta“ sem Erla Þorsteinsdóttir söng (sbr. Gunnar L Hjálmarsson 2001:17)
 
[[Flokkur:Íslendingar]]