Munur á milli breytinga „Tyrkjaránið“

1.440 bæti fjarlægð ,  fyrir 5 árum
ekkert breytingarágrip
 
== Austfirðir ==
Seinni ræningjahópurinn, um 300 menn að talið er, var frá Algeirsborg. Ræningjarnir komu á tveimur skipum að [[Hvalnes]]i [[4. júlí]] og tóku þar land. Enginn var heima á Hvalnesbænum en ræningjarnir létu greipar sópa og sigldu síðan inn á [[Berufjörður|Berufjörð]] og vörpuðu akkerum við [[Berunes]]. Þar réru þeir á árabátum yfir að verslunarhöfninni á [[Djúpivogur|Djúpavogi]] en þar lá danskt kaupskip. Náðu ræningjarnir því þegar og umkringdu svo kaupmannshúsin og ruddust þar inn. Þar og á skipinu tóku þeir fjórtán Dani og einn Íslending.
 
Ræningjarnir héldu svo áfram inn með firðinum, komu fólki víða að óvörum á bæjum, tóku að og fluttu út í skip. Einn piltur slapp þó undan þeim og tókst að vara fólk við á sumum bæjum og sagt er að [[Austfjarðaþokan]] hafi bjargað sumum og auðveldað þeim undankomu. Þeir rændu um Berufjörð, [[Breiðdalur|Breiðdal]] og [[Hamarsfjörður|Hamarsfjörð]] og hertóku alls um 110 manns en drápu nokkra.<ref>[http://www.djupivogur.is/adalvefur/?pageid=14 Tyrkjaránið.] Á www.djupivogur.is</ref> Sagt er að þeir hafi ætlað að halda áfram norður með Austfjörðum en fengið harðan mótvind. Þá sneru þeir við og héldu vestur með suðurströndinni en þar var hvergi hægt að lenda fyrr en kom að Vestmannaeyjum. Á leiðinni hittu þeir fyrir enskt fiskiskip sem þeir náðu á sitt vald.
 
== Vestmannaeyjar ==
 
Sjóræningjarnir dvöldu í þrjá daga í Vestmannaeyjum, með aðsetur á [[Ræningjaflöt]] í [[Lyngfellisdalur|Lyngfellisdal]]. Þeir handteknu voru bundnir á fótum og höndum og geymdir í dönsku verslunarhúsunum. Þeir sem veittu mótspyrnu eða þóttu ekki söluvænir voru drepnir. Flóttafólk sem reyndi að komast undan til fjalla var elt uppi, en margir björguðu lífi sínu með því að klifra upp í klettana. Vestmannaeyingar földu sig á ýmsum stöðum, meðal annars í [[Hundraðmannahellir|Hundraðmannahelli]] og [[Fiskhellar|Fiskhellum]]. Er talið að um 200 manns hafi komist undan með því móti.
 
[[Landakirkja|Landakirkju]] brenndu ræningjarnir eftir að hafa rænt skrúða hennar og öðru fémætu. Þjóðsögur segja að kirkjuklukkunum hafi verið komið undan í fylgsni í fjallaskúta, og er önnur enn í fullri notkun í Landakirkju. Tveir prestar voru í Vestmannaeyjum, og var annar þeirra, séra [[Jón Þorsteinsson píslarvottur|Jón Þorsteinsson]], einn af þeim 34 sem talið er að hafi verið drepnir í ráninu en hinn, séra [[Ólafur Egilsson]], var handsamaður og fluttur út í skip ásamt konu sinni, sem komin var að barnsburði, og tveimur börnum þeirra.
 
== Ránsfengurinn ==
Óskráður notandi